Ný sannsöguleg Cruise mynd í tökur

Tökur eru að hefjast á nýjustu Tom Cruise myndinni Mena, auk þess sem Universal kvikmyndaverið hefur tilkynnt um nýja meðleikara í myndinni.

la_ca_0522_edege_of_tomorrow

Mena er spennutryllir sem gerist víða um heim og er byggð á sannri sögu Barry Seal, eiturlyfjasmyglara og flugmanns sem vann fyrir Medellín eiturlyfjahringinn. Seal var síðar gómaður af bandarískum yfirvöldum fyrir eiturlyfjasmygl og gerðist uppljóstrari fyrir CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna.

Leikstjóri myndarinnar er Doug Liman, sem vann með Cruise síðast í Edge of Tomorrow.

„Ég elska sögur af óvæntum og ólíklegum hetjum sem vinna þvert á kerfið, og Barry Seal fór með ríkisstjórnina og og landið í ótrúlegt ferðalag.  Saga hans er efni í góða bíómynd, sem hefur allt í senn;  kaldhæðni, grín, spennu og óvænta hluti til að bera,“ segir Liman.

Aðrir leikarar eru Domhnall Gleeson, Sarah Wright, Jesse Plemons, Caleb Landry Jones, Jayma Mays, Benito Martinez, E. Roger Mitchell, Lola Kirke og Alejandro Edda.

Tökur á Mena munu standa yfir allan júlímánuð í Georgíu í Bandaríkjunum.

Frumsýning er áætluð 6. janúar 2017.