Empire kvikmyndaritið segir frá því að undirbúningur sé hafinn fyrir nýja mynd um Rauðu Sonju, eða Red Sonja, sem Brigitte Nielsen, fyrrverandi kona Sylvester Stallone, lék svo eftirminnilega árið 1985, ásamt Arnolds Schwarzenegger í hlutverki Kalidor prins.
Búið er að ráða handritshöfund, Christopher Cosmos, í verkið.
Sonja er, eins og Empire bendir á, að einskonar sköpunarverk Robert E. Howard, sem bjó til Conan The Barbarian, en í raun eigi hún betur heima sem persóna í Conan teiknimyndasögunum sem Roy Thomas gerði fyrir Marvel.
Sonja reyndi að koma aftur fram á sjónarsviðið árið 2005, en þá átti Rose McGowan að leika hana í mynd sem Robert Rodriguez ætlaði að framleiða og Doug Aarniokoski, leikstjóri Highlander: Endgame, að leikstýra. Búið var til kynningarefni með McGowan í búningi hetjunnar, en meira varð ekki úr þeirri mynd.
Árið 2011 samdi Simon West um að leikstýra rétt einni myndinni, en það fór á sama veg.
En nú er Red Sonja vonandi á leið alla leið á hvíta tjaldið, og það hjálpar til að von er á nýrri Conan mynd, með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverkinu.