Ný Notebook ástarsaga – Stikla

Metsölubók rithöfundarins Nicholas Spark ( The Notebook ), ástarsagan um tvö pör á mismunandi tímum, The Longest Ride, er á leið á hvíta tjaldið á næsta ári í leikstjórn George Tillman R.  Ferilskrá hans inniheldur m.a. ævisögulega mynd um Biggie Smalls, Notorious, og myndina Faster með Dwayne Johnson.

the-longest-ride-britt-robertson-scott-eastwood

 

Í The Longest Ride eru þau Scott Eastwood ( sonur Clint Eastwood ) , Britt Robertson, Alan Alda, Oona Chaplin og Jack Huston í helstu hlutverkum.

Eins og sjá má í fyrstu stiklunni úr myndinni sem er nýkomin út þá má eiga von á mikilli ást og rómantík sem teygir sig yfir áratugi:

Myndin fjallar um ástarsamband þeirra Luke, sem áður vann við nautareið og langar að taka aftur upp þá iðju, og Sophia, miðskólanema, sem er um það bil að fara í draumastarfið í listalífi New York. Ýmislegt kemur til sem reynir á sambandið en óvænt kynni þeirra af Ira reynast örlagarík, en endurminningar hans um áratuga langt ástarsamband hans og ástkærrar eiginkonu hans, hafa mikil áhrif á unga parið.

Myndin verður frumsýnd 10. apríl nk.