Ný mynd frá höfundi Mannlegu margfætlunnar

Tom Six, hinn alræmdi höfundur The Human Centipede þríleiksins ( mannlega margfætlan ), mun innan skamms frumsýna fyrstu kvikmynd sína frá því hann gerði þríleikinn, sem margir hafa kallað hreina viðurstyggð.

Stillir sér upp fyrir framan sjónvarpið.

Nýja myndin heitir The Onania Club og segir frá Hanna, kvæntri móður sem er með sérstaka og mjög leynilega tiktúru: hún fær kynferðislega útrás út úr því að horfa á raunverulegt ofbeldi, áverka, og vesæld.

Þar sem hún óttast að þetta muni hafa slæm áhrif á hjónabandið, þá gengur hún í klúbb, þann sama og kvikmyndin heitir eftir, The Onania Club, en hann samanstendur aðallega af konum sem fróa sér á meðan þær horfa á raunveruleg drápsatriði, sjúkdóma og sárafátækt .

Six segir í yfirlýsingu að að kvikmyndin sé að hluta eins og Sex and the City á illum sterum en einnig hrein og klár svört kómedía.

Hann bendir einnig á það, eins og sagt er frá á vefsíðunni news.avclub, að konurnar í myndinni séu mjög sterkar, hafi náð miklum árangri í lífiu, og séu sjálfstæðar persónur. Á móti séu karlmennirnir veiklyndir.

Jessica Morris, Darcy DeMoss, Deborah Twiss, Karen Strassman, Flo Lawrence og Ad van Kempen leika aðalhlutverkin. Frumsýningardagur verður tilkynntur von bráðar.

Sjáðu stiklu fyrir myndina hér fyrir neðan: