Ný heimasíða fyrir Stóra planið

Stóra planið, kvikmynd úr Poppoli kvikmyndabakaríinu, verður frumsýnd næsta föstudag, 28. mars. Og ekki seinna vænna að koma með heimasíðu. Lénið hefur verið uppi í soldinn tíma, en hún var ansi þurr. Mér fannst setningin „næstum því heimasíða fyrir Stóra planið“ vel við hæfi, passaði vel við setninguna á plakatinu „næstum því gangster mynd“.

www.storaplanid.is

Nýja heimasíðan er soldið feitari, með dæmigerðu ‘making off’ myndbandi þar sem tekin eru viðtöl við aðalleikarana og sýnt brot úr myndinni. Síðan er sér dálkur sem heitir ‘Fólkið’, mér finnst mjög skrítið hvað fáir leikarar fá mynd af sér þar miða við hvað mikið af frægu fólki leikur í henni. Hvar er Erpur, Jón Gnarr og Hilmir Snær?

Ef til vill verður meiru bætt við síðuna, en þangað til fáum við hér fyrsta teaser trailerinn sem kom í október 2006: