Nýja íslenska kvikmyndin Boðberi, sem frumsýnd var sl. miðvikudag og er í leikstjórn Hjálmars Einarssonar, fær 6 stjörnur af tíu mögulegum í nýjum dómi Tómasar Valgeirssonar sem lesa má hér.
Tómas segir meðal annars: „Boðberi er gríðarlega metnaðarfull mynd og hún gerir hluti sem maður hefur sjaldan séð einhvern þora að gera á þessu landi. Ég meina, mynd sem gengur svo langt að sprengja Alþingishúsið fær ekkert nema hrós frá mér fyrir kjarkinn.“
Myndin leggst greinilega misjafnlega í menn, en gagnrýnandi Fréttablaðsins, Þórarinn Þórarinsson, skrifaði gagnrýni undir yfirskriftinni Hroðberi, og var lítt hrifinn.
Af öðrum nýlegum dómum um myndir á kvikmyndir.is þá skrifaði Sölvi Sigurður dóm um vampírumyndina Cronos, og gefur henni átta stjörnur af tíu mögulegum. „…það var voða lítið af drápssenum, ég veit ekki alveg hvort maður að segja að það sé kostur eða galli, en það þurfti ekki því sumir partar af myndinni voru þannig krípí að það þurfti ekkert blóð (en það sakaði ekki að krydda þetta aðeins).“
Heimir Bjarnason fjallar síðan um Nightmare on Elmstreet:“Myndin byrjar ágætlega og lofar góðu. Strákur á veitingastað sofnar og tekur skyndilega hníf og sker sig á háls. Eftir það fer myndin beint niður, en ekki mikið. Helsti galli myndarinnar er einfaldlega að hún er ekki ,,creepy“ eða ,,scary“.“