Tvær umfjallanir hafa verið birtar fyrir glæpadramað Drive, sem er frumsýnd næsta föstudag (bæði hér og í bandaríkjunum). Myndin hefur verið að raka inn toppdómum víðsvegar og situr núna með 94% á Rotten Tomatoes.
Gagnrýnin hér á síðunni er alls ekki í ósamræmi við umtalið sem myndin hefur verið að fá. Ummælendur eru Tómas Valgeirsson gagnrýnandi síðunnar og Rafn Herlufsen notandi (sem skrifar sína fyrstu umfjöllun í 8 ár). Báðar umfjallanirnar lofa myndina en gefa mismunandi einkunnir.
Smellið hingað til að lesa umfjöllun Rafns, en hér til að lesa það sem Tómas sagði um myndina.