Ný Bond myndbönd!

Út kom í dag teaser plaggat fyrir nýjust Bond myndina, sem ku vera númer 22 í röðinni og ber nafnið Quantum of Solace. Í tilefni af þessu settum við inn 3 einkar athyglisverð myndbrot sem tengjast myndinni.

Það fyrsta er lítið viðtal við aðstandanda myndarinnar en skemmtilegt er að sjá hvað hann passar sig á því að gefa nákvæmlega ekkert uppi!

Annað myndbrotið er Á bakvið tjöldin, en það sýnir Daniel Craig í miðju áhættuatriði, ásamt því að hann leikur í tveimur atriðum til viðbótar sem sýnt er í myndbrotinu.

Það þriðja nefnist „First look“, en það sýnir viðtöl og fleira við aðstandendur myndarinnar við hátíðlega athöfn, og er eftirlæti undirritaðs.

Myndböndin má sjá á forsíðunni hér á kvikmyndir.is, hjá videospilaranum undir Aukaefni.