Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Djúpið
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kraftaverkið sorgum blandað
Í fyrstu, þegar ég fer að sjá myndina, var ég með fordóma. Ég var ekkert viss um að hún yrði neitt sérstök þar sem vitað var hvernig sagan var, að mestu leiti, og endaði. En hún kom á óvart. Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverkið og tókst honum að koma til skila baráttunni , tilfinningunni og kraftaverkinu sem átti sér stað þegar Hellisey VE503 fórst. Myndin er að miklu leiti einleikur og náði leikur Ólafs Darra að halda mér í heljartökum svo að tár tóku að streyma. Djúpið er eftir Baltasar Kormák en er byggð á samnefndu verki Jóns Atla Jónassonar sem er byggt á þessum einstaka atburði sem átti sér stað 11. mars árið 1984. Kraftaverkið sorgum blandað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei