Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Jóhannes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög skemmtileg mynd
Fékk miða á Jóhennes á Skjás eins forsýningu í gær og mér fannst þetta virkilega skemmtileg mynd. Held að gagnrýnandinn Tómas Valgeirsson hafi annað hvort verið einstaklega illa upplagður eða bara á einhverri annarri mynd. Hef persónulega ekki skemmt mér jafnvel á íslenskri bíómynd síðan ég sá Brúðgumann. Held síðan að markmiðið með þessari mynd hafi allra síst verið að gera eitthvað sérstaklega djúpt eða breyta lífi fólks. Ég fékk allavega það sem ég vildi þó ég geti eflaust týnt eitthvað neikvætt til. En over all þá skemmti ég mér vel - er það ekki einmitt tilgangurinn með bíóferð? :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei