Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Jóhannes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
skemmtileg fjölskyldumynd
Það er orðið langt síðan að við höfum fengið íslenska fjölskyldumynd sem höfðar bæði til barna og eins fullorðinna.
Jóhannes er virkilega skemmtileg fjölskyldumynd sem segir frá ansi óvenjulegi degi í lífi Jóhannesar þar sem hann lendir vægt til orða tekið í óvenjulegum aðstæðum. Atburðarásin í myndinni er með góðum stíganda sem nær hápunkti í sumarbústað Jóhannesar. Flestir leikarar standa sig með prýði, Laddi er alltaf traustur en Stefán Karl stelur algjörlega senunni í myndinni. Það er ekkert eðlilegt hvað hann er fyndin. Jóhannes er klárlega ekki besta bíómynd sem gerð hefur verið en hún stendur algjörlega fyrir sínu sem frábær kvöldstund.
Fínt í kreppunni að gleyma sér í tvo klukkutíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei