Það lítur út fyrir að Fox Searchlight hafi fengið leikstjórann Nick Cassavetes (sem leikstýrði The Notebook ásamt Alpha Dog) til að stýra framhaldsmynd, þar sem að um er að ræða einhverja vinsælustu deit-mynd síðari ára.
Ryan Gosling segir að ekki sé ólíklegt að hann snúi aftur, en óvíst er með Rachel McAdams.
Myndin pikkar upp þráðinn einhvers staðar á milli atburðarásarinnar úr síðustu mynd, þar sem að hún fjallaði um unglingsár parsins sem og elliárin.
Nú í þessari væntanlegu framhaldsmynd er áherslan sögð frá sjónarhorni parsins í kringum þrítugt, og hvernig stéttaskiptin aðlaga sig gegnum þau tvö. Mér skilst að það verði krakkar jafnvel komnir inn í myndina og boðskapurinn mun fókusa mikið á það að ástin sigri á endanum, sama hvað.
James Garner verður með gestahlutverk í myndinni, ásamt James Gandolfini og Goldie Hawn.
Myndin er á handritsstigi, en hún kemur sennilega í bíó snemma á þarnæsta ári.

