Græna ljósið í samstarfi við Nordisk Film & TV Fond stendur fyrir Norrænni kvikmyndaveislu í Bíó Paradís frá föstudegi 14.september til fimmtudags 20.september. Verða þá sýndar allar fimm myndirnar sem tilnefndar eru í ár til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Myndirnar eru:
Á annan veg (Either Way) – Ísland
A Royal Affair (Kóngaglenna) – Danmörk
Kompani Orheim (The Orheim Company) – Noregur
Kovasikajuttu (The Punk Syndrome) – Finnland
Play – Svíþjóð
Fimm mynda afsláttarpassi verður til sölu í takmörkuðu magni í Bíó Paradís frá föstudeginum á 3.000 krónur, sem jafngildir um 50% afslætti.
Tilkynnt verður um verðlaunahafa Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2012 í október og verðlaunin verða síðan afhent á Norðurlandaráðsþingi í Helsinki föstudaginn 2. nóvember.