Norbit slær í gegn!

Feitasta grínmynd ársins NORBIT með Eddie Murphy sló heldur betur í gegn í bíóhúsum landsins um helgina og fór beinustu leið á toppinn á íslenska vinsældarlistanum. Það voru tæplega 8.000 gestir sem sáu myndina á opnunarhelginni sem var einnig næst stærsta opnunarhelgin á þessu ári á eftir Night at the Museum. Eddie Murphy fer á kostum í þremur mismunandi hlutverkum í óborganlegri grínmynd þar sem ekkert er heilagt og greinilegt að landsmönnum hefur fundist lauflétt mynd á borð við þessa kærkomin eftir allar þungu verðlaunamyndirnar sem hafa herjað á okkur undanfarið.