Nóg að gera hjá Dunst

Kirsten Dunst hefur yfirdrifið nóg á sinni könnu þessa dagana. Áður en tökur á framhaldi [M=spiderman] hefjast snemma á næsta ári, ætlar hún að leika í tveimur kvikmyndum. Í næstu viku hefjast tökur á kvikmyndinni Mona Lisa Smile, sem hún er að gera með Julia Roberts, og þegar henni er lokið mun hún leika í Eternal Sunshine Of The Spotless Mind. Í þeirri mynd leikur hún á móti Jim Carrey og Kate Winslet. Þar sem snillingurinn og furðufuglinn Charlie Kaufman ( Being John Malkovich ) skrifar handritið að myndinni, er engin leið til þess að segja frá því í stuttu máli um hvað hún er. Hins vegar er vitað að Carrey reynir að þurrka út ákveðnar minningar úr heilanum á sér, og Dunst leikur ritarann hans sem á einhvern hátt flækist í málið. Myndinni verður leikstýrt af Michael Gondry ( Human Nature ).