Nicolas Cage er fúlskeggaður á nýrri ljósmynd úr spennumyndinni Joe sem kemur út síðar á þessu ári.
Cage hefur hingað til vakið athygli fyrir að skarta misvel heppnuðum hárgreiðslum í myndum sínum en núna er skeggið mest áberandi.
Það er David Gordon Green, maðurinn á bak við Prince Avalance sem var gerð upp úr Á annan veg, sem leikstýrir Joe.
Í myndinni leikur Cage fyrrum tukthúslim sem reynir að breyta lífi sínu til hins betra í útjaðri Texas. Hann starfar við viðarsölu á daginn en á kvöldin drekkur hann eins og enginn sé morgundagurinn. Þegar unglingspiltur kemur inn í líf hans fær Joe tækifæri til að bæta fyrir syndir sínar um leið og hann reynir að fá piltinn til að styðja við bakið á fjölskyldu sinni.
Myndin er byggð á skáldsögu eftir Larry Brown. Aðrir leikarar eru Tye Sheridan (The Tree of Life) og Sue Rock (Texas Chainsaw 3D).