Nicholas Cage er nú við það að skrifa undir samning þess efnis að hann taki að sér aðalhlutverkið í kvikmynd leikstjórans Ridley Scott sem nefnist Matchstick Men. Þá mynd ætlar Scott að gera áður en hann hefur vinnu á stórmynd sinni sem Russell Crowe ætlar að leika í og heitir Tripoli. Tökur á henni hefjast í haust og vill Scott gera eina litla mynd í millitíðinni, en hann er í raun aðeins að bíða eftir því að Crowe ljúki vinnu við Master & Commander sem hann er að gera með leikstjóranum Peter Weir. Í Matchstick Men myndi Cage leika svindlara með geðræn vandamál sem hittir dóttur sína sem hann vissi ekki að hann ætti.

