Nýjasta mynd Garry Marshall, óbeina framhaldið af Valentines Day sem enginn bað um, hefur fengið nýja stiklu. Myndin er byggð upp á sama hátt og Valentines Day, og fylgir smásögum af stórum hópi fólks á þessum eina hátíðisdegi. En í þetta skiptið er það Gamlárskvöld sem verður fyrir barðinu, og er nú orðin hátíð ástarinnar – „because it´s all about getting another chance. To give more. To love more!“ skv. stiklunni. Nokkrir leikara Valentines Day snúa aftur, allavega Ashton Kutcher og Jessica Biel. Mér sýnist þau þó ekki leika sömu persónur á wikipedia, ekki það að ég muni eitthvað eftir persónum þeirra úr fyrri myndinni…
Nafngift myndarinnar er ekki alveg eins hentug og hinnar fyrri, bæði vegna þess að ekki er um alveg jafn augljósa hátíð ástarinnar að ræða, og líka vegna þess að fólk er yfirleitt að gera annað en að fara í bíó á gamlárskvöldi. Myndin ætlar því að reyna að keyra á tillhlökkun fyrir hátíðinni, og er væntanleg í bíó 9. desember. Hér er stiklan: