Ekkert fær haggað Napoleon, stórmynd Sir Ridleys Scotts, á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Myndin er nú þriðju vikuna í röð sú vinsælasta á landinu.
Staða þriggja efstu mynda er reyndar óbreytt frá síðustu viku, en Ósk er áfram í öðru sæti og Hungurleikarnir áfram í þriðja.
Vinsælust í Bandaríkjunum
Nýju myndirnar þrjár, Jólin hans Bangsa, Dream Scenario og The Boy and the Heron raða sér í fimmta, sjöunda og áttunda sætið. Þess ber að geta að síðasttalda myndin er toppmynd helgarinnar í Bandaríkjunum.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: