Næsta Terminator mynd er nú án titils

Warner Bros Pictures hafa ákveðið að hætta við að kalla næstu Terminator mynd því nafni sem hefur fylgt henni hingað til, en það er Terminator Salvation: The Future Begins.

Myndin verður með Christian Bale og Sam Worthington í aðalhlutverkum. Myndin mun gerast í framtíðinni þar sem stríð er á milli Skynet og mannkyns og mun eiga sér stað yfir 3 ára tímabil.

Warner Bros miðar við að myndin komi út 22.maí 2009, en það er ljóst að hugsuðir verða að hugsa ansi mikið um nýtt nafn.