Martin Scorsese hefur ákveðið að gera söngvarann Bob Marley að viðfangsefni næstu myndar sinnar. Hann hefur nú nýlokið við að leikstýra Shine A Light, heimildarmynd um Rolling Stones og ætlar greinilega að halda sig við svipað umræðuefni að þessu sinni.
Myndin, sem á að vera með mjög tónlistarlegu ívafi, mun verða framleidd af Shangri-La Entertainment og Fortissimo Films. Ekki er komið nafn á myndinni, en hún á að vera frumsýnd 6.febrúar 2010, en þá hefði Marley orðið 65 ára gamall.

