Næst hjá Willis

Bruce Willis er maður sem vill hafa nóg fyrir stafni, og er nú að ákveða næstu skref sín. Hann mun framleiða og leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Hostage, þar sem hann leikur samningamann lögreglunnar í gíslatökum. Eftir að erfitt mál misheppnast hjá honum hættir hann störfum, en neyðist síðan til að snúa aftur þegar konu hans og barni er rænt. Enginn leikstjóri eða aðrir leikarar hafa enn verið ráðnir, en engu að síður er búist við því að þessi mynd muni fara mjög fljótlega í framleiðslu.