Áður en hún leikur í þriðju Star Wars myndinni, en eftir að hún klárar vinnu við kvikmyndina Cold Mountain sem Anthony Minghella leikstýrir, mun Natalie Portman leika í kvikmyndinni Large´s Ark. Maður að nafni Zach Braff, sem er aðalnúmerið í þáttunum Scrubs sem sýndir eru á NBC sjónvarpsstöðinni, mun leika aðalhlutverkið á móti Portman, ásamt því að leikstýra myndinni og skrifa handritið að henni. Myndin fjallar um nýskilinn mann sem snýr aftur heim eftir 10 ára fjarveru til þess að vera viðstaddur jarðarför móður sinnar. Meðan hann er að jafna sig á dauða móður sinnar, verður hann síðan ástfanginn af stúlku einni.

