Við vitum öll að Phantom Menace stórgræddi og sló mörg met á sínum tíma, en síðan kom Attack of the Clones, og meðan hún tók inn gífurlegan slatta einnig, þá varð hún aldrei smellurinn sem fólk bjóst við að hún yrði.
Annað er hægt að segja um sú nýjustu, Revenge of the Sith, en á aðeins þremur dögum tókst henni að sópa inn ‘litlar’ $108 milljónir.
Hún slær reyndar ekki metið sem Spider-Man 2 setti með að taka inn 115 milljónir á einni helgi. En ef tekinn yrði með frumsýningardagur hennar, sem var miðvikudagurinn í síðustu viku, þá eru tölurnar í dag orðnar $158.5 milljónir. Þetta gjörsamlega slær út metið sem The Lord of the Rings: The Return of the King hélt uppi, og ég held nú að Goggi Lucas sé orðinn vel ánægður með það.

