Mýrin frumsýnd erlendis

Mýrin var frumsýnd á erlendum vettvangi á sunnudagskvöldið, en hún var sýnd fyrir troðfullu húsi í 1200 manna sal á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi þar sem hún keppir til verðlauna, ein fjórtán kvikmynda.

Viðtökur voru afar góðar og nú þegar hafa birst dómar um myndina hjá Variety og European-Films Net.