Eldurinn
2014
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Landið, lögin og fólkið
720 MÍNÍslenska
Fjögurra diska safn úrvalsefnis Ómars Ragnarssonar úr gullkistu RÚV, þar á meðal eldgosamyndir, skemmtiþættir, viðtöl, tónlist, náttúrumyndir o. m. fl. Í kjölfarið á útgáfu RÚV á hinum vönduðu og skemmtilegu Stikluþáttum Ómars Ragnarssonar var ákveðið að gefa út sem mest af því efni sem Ómar hefur gert fyrir RÚV í gegnum árin og er þetta fjögurra... Lesa meira
Fjögurra diska safn úrvalsefnis Ómars Ragnarssonar úr gullkistu RÚV, þar á meðal eldgosamyndir, skemmtiþættir, viðtöl, tónlist, náttúrumyndir o. m. fl. Í kjölfarið á útgáfu RÚV á hinum vönduðu og skemmtilegu Stikluþáttum Ómars Ragnarssonar var ákveðið að gefa út sem mest af því efni sem Ómar hefur gert fyrir RÚV í gegnum árin og er þetta fjögurra diska sett fyrsta skrefið í þeirri vinnu. Hér hefur m.a. verið safnað saman fréttum og umfjöllun Ómars um öll eldgos á Íslandi frá því RÚV tók til starfa, ýmsum mannlífsþáttum sem eru hver öðrum skemmtilegri þar sem fjöldi merks fólks og merkra staða kemur við sögu, fréttum og umfjöllun Ómars um íslenska náttúru, viðtalsþáttum og stórskemmtilegum brotum úr einum vinsælasta spurningaþætti Sjónvarpsins fyrr og síðar, Hvað heldurðu? þar sem bæði Ómar og gestir hans fara á algjörum kostum, þar á meðal í kveðskap þar sem vísurnar voru samdar á staðnum. Og þá er bara fátt eitt nefnt af öllu því úrvalsefni Ómars Ragnarssonar sem finna má á þessum diskum.... minna