Náðu í appið

The Huntsman Winter's War 2016

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 22. apríl 2016

Forsaga ævintýrsins um Mjallhvíti

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 20% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 35
/100

The Huntsman: Winter’s War er forsaga Snow White and the Huntsman og gerist ekki bara talsverðu áður en Mjallhvít kemur til sögunnar heldur byrjar áður en veiðimaðurinn verður til. Þá bjuggu þær saman systurnar, Ravenna og Freya, og átti Freya litla dóttur. Þegar töfraspegill Ravennu sagði henni að þessi litla frænka hennar yrði fegurri en hún þegar fram... Lesa meira

The Huntsman: Winter’s War er forsaga Snow White and the Huntsman og gerist ekki bara talsverðu áður en Mjallhvít kemur til sögunnar heldur byrjar áður en veiðimaðurinn verður til. Þá bjuggu þær saman systurnar, Ravenna og Freya, og átti Freya litla dóttur. Þegar töfraspegill Ravennu sagði henni að þessi litla frænka hennar yrði fegurri en hún þegar fram liðu stundir fylltist hún svo mikilli öfund og bræði að hún myrti barnið, Freyu til sárrar skelfingar. Í harmi sínum flutti Freya upp í ískalt fjalllendið. Þar ákvað hún að fyrst hún fékk ekki að ala upp dóttur sína myndi hún í staðinn koma sér upp öflugum her og snúa dag einn til baka og leita hefnda. Og einn af hermönnum hennar frá unga aldri var einmitt Eric, eða „veiðimaðurinn“.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn