Náðu í appið
Öllum leyfð

Welcome to New York 2014

Frumsýnd: 25. júní 2014

Veistu hver ég er?

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Kvikmynd um hneykslismál aldarinnar. Frakkland stóð á öndinni yfir dramatísku syndafalli Dominique Strauss-Kahn, þegar hann var ákærður fyrir að áreita hótelþernu í New York kynferðislega. Franska þjóðin saug í sig fréttaflutning af málinu, reif í sig bókina sem skrifuð var um það og fylgdist með málaferlunum í kjölfarið. Nú, þremur árum eftir... Lesa meira

Kvikmynd um hneykslismál aldarinnar. Frakkland stóð á öndinni yfir dramatísku syndafalli Dominique Strauss-Kahn, þegar hann var ákærður fyrir að áreita hótelþernu í New York kynferðislega. Franska þjóðin saug í sig fréttaflutning af málinu, reif í sig bókina sem skrifuð var um það og fylgdist með málaferlunum í kjölfarið. Nú, þremur árum eftir að atburðirnir áttu sér stað, gefst heimsbyggðinni tækifæri til að sjá kvikmyndina um málið. Gérard Depardieu leikur aðalhlutverkið í Welcome to New York, en nafni Strauss-Kahn hefur verið breytt í hr. Devereaux sem er afar valdamikill maður. Milljarðar dollara fara í gegnum hans hendur á hverjum einasta degi. Hann stýrir efnahagslegum örlögum heilu þjóðanna, en er knúinn áfram af óbeislaðri og villtri kynhvöt. Hr. Devereaux dreymir um að bjarga heiminum, en getur ekki einu sinni bjargað sjálfum sér og er gersamlega skelfingu lostinn. Depardieu hefur ekki farið í grafgötur með andúð sína á fyrrum framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en segir kvikmyndina fyrst og fremst fjalla um völd, einmanaleika og hnignun. ... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn