Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Transcendence 2014

Frumsýnd: 30. apríl 2014

What if a new intelligence was born?

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 19% Critics
The Movies database einkunn 42
/100

Dauðvona vísindamaður hleður huga sínum niður í öflugt tölvu- kerfi og öðlast með því hættulegt vald yfir örlögum mannkyns. Will Caster, sem Johnny Depp leikur, er vísindamaður og tölvusnillingur sem hefur unnið að því að framleiða fullkomnustu gervigreind veraldar, sannkallaða ofurtölvu sem ekki bara veit allt sem mannkynið hefur nokkurn... Lesa meira

Dauðvona vísindamaður hleður huga sínum niður í öflugt tölvu- kerfi og öðlast með því hættulegt vald yfir örlögum mannkyns. Will Caster, sem Johnny Depp leikur, er vísindamaður og tölvusnillingur sem hefur unnið að því að framleiða fullkomnustu gervigreind veraldar, sannkallaða ofurtölvu sem ekki bara veit allt sem mannkynið hefur nokkurn tíma vitað heldur skilur líka tilfinningar og aðrar mannlegar kenndir sem í hugum fólks leynast. Will nýtur bæði aðdáunar og virðingar vísindasamfélagsins en um leið hafa áætlanir hans vakið ugg í brjóstum margra sem óttast að hin nýja ofurtölva verði svo öflug að hún gæti í raun tekið öll völd á jörðinni. Svo fer að einn af þeim hópum sem berjast gegn hugmyndum Wills ákveður að láta til skarar skríða gegn honum og myrða hann. Atlagan heppnast, nema það tekur Will nokkrar klukkustundir að deyja og þann tíma notar hann til að fá eiginkonu sína, Evelyn, og besta vin, Max Waters, til að hjálpa sér að hlaða sínum eigin huga niður í ofurtölvuna. Það heppnast, og um leið og líkami Wills deyr vaknar hugur hans í nýju formi í ofurtölvunni. En hugsun hans og hugmyndir hafa tekið algjörum og stórhættulegum stakkaskiptum ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn