Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hér er allt upprunalega liðið úr 1. Nightmare myndinni komið aftur og útkoman er ein besta myndin í Nightmare seríunni. Þótt ótrúlegt sé, þá er þessi mjög nálægt því að toppa upprunalegu myndina. Ég átti von á enn einu leiðinlegu framhaldinu. En þessi mynd rassskellur allar hinar myndirnar(f. utan 1.) hvað varðar gæði. Hugmyndin að myndinni er ein af þeim mest sniðugustu sem að ég hef séð í hrollvekju. Þessi mynd er virkilega spennandi allann tímann, mjög scary og er laus við allt grínið sem að myndir 4-6 höfðu. Wes Crawen veit alveg hvað hann vill þegar hann gerir hrollvekjumynd. Ég mæli með þessari mynd fyrir alla sem hafa gaman að frumlegum hrollvekjum. Verð að gefa þessari mynd góða einkunn, og ætla því að skella á þessa mynd 3 og hálfa stjörnu.
Þetta er bara hin fínasta mynd sem ég hef séð af nightmare myndunum en ég held að ég verði að segja að nr 1 er lang best en til að skilja þessa verður maður að vera búinn að horfa á nightmare 1. Núna er Freddy dauður í bíómyndunum en hann er lifandi í raunveruleikanum... svolldið skrítið ! Svo eru það bara í aðalhlutverkum Nancy stelpan eitthvað Heather, leikstjórinn Wes craven og Freddy og Robert Englund sem leikur sjálfann sig líka. Fín mynd og flottar martraðir ;)
Þeir sem halda að hér sé á ferðinni enn ein léleg framhaldsmyndin í Elm Street seríunni hafa kolrangt fyrir sér. Það sem gerir þessa mynd sérstaka er hugmyndin á bakvið hana. Aðalpersónan er Heather Langenkamp, leikkonan sem lék höfuðandstæðing Freddy's í fyrstu myndinni, en hún leikur sjálfa sig. Wes Craven fer einnig sjálfur með hlutverk í myndinni, hann leikur sjálfan sig líka. Í stuttu máli er söguþráður myndarinnar sá að illur andi sem hefur tekið sér form Freddy Krugers er að reyna að komast yfir í okkar heim og notar fólkið sem tók þátt í gerð Elm Street myndanna til þess. Myndin er vel leikin og virkilega skelfandi á köflum. Mæli sérstaklega með henni fyrir hrollvekjuunnendur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$8.000.000
Tekjur
$57.000.000
Vefsíða:
Aldur USA:
R