Salmon Fishing in the Yemen
2011
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 25. maí 2012
Að gera hið ómögulega mögulegt.
111 MÍNEnska
67% Critics
64% Audience
58
/100 Myndin er byggð á samnefndri metsölubók breska rithöfundarins
Paul Torday.
Hér segir frá arabíska sjeiknum Muhammed sem
eftir að hafa prófað og heillast af laxveiði í Skotlandi fær þá flugu
í höfuðið að landar hans í Yemen fái að reyna sig í sportinu í
eyðimörkinni í heimalandi hans. Hann ákveður að kosta öllu til
og láta drauminn rætast.
Málið... Lesa meira
Myndin er byggð á samnefndri metsölubók breska rithöfundarins
Paul Torday.
Hér segir frá arabíska sjeiknum Muhammed sem
eftir að hafa prófað og heillast af laxveiði í Skotlandi fær þá flugu
í höfuðið að landar hans í Yemen fái að reyna sig í sportinu í
eyðimörkinni í heimalandi hans. Hann ákveður að kosta öllu til
og láta drauminn rætast.
Málið kemst síðan alla leið inn á borð skoska líffræðingsins
Alfreds Jones sem er fljótur að afskrifa
hugmyndina með öllu, enda vonlaust að lax geti lifað við þær
aðstæður sem yemensk náttúra hefur upp á að bjóða.
En útsendarar sjeiksins gefast ekki upp og þegar málið vekur
athygli blaðafulltrúa breska forsætisráðuneytisins, sem sér í því góða sögu frá Austurlöndum „sem ekki
inniheldur sprengingar“, neyðist Alfred til að taka það til nánari
skoðunar.
Það verður honum líka hvatning til að fara í málið að hann fellur
fyrir töfrum talskonu sjeiksins í London, hinnar lífsglöðu Harriet, sem endurgeldur áhugann ...... minna