Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Ted 2012

(Teddy Bear)

Frumsýnd: 11. júlí 2012

Sum leikföng endast of lengi

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

Þegar John var átta ára gamall óskaði hann sér þess að leikfangabangsinn hans væri í raun lifandi og gæti talað við sig. hann. Fyrir einhverja galdra fékk hann ósk sína uppfyllta og upp frá því urðu hann og Ted alveg óaðskiljanlegir. Þegar þeir uxu báðir úr grasi kom hins vegar í ljós að Ted var ekki alveg sáttur við að vera bara úr bómul og svampi... Lesa meira

Þegar John var átta ára gamall óskaði hann sér þess að leikfangabangsinn hans væri í raun lifandi og gæti talað við sig. hann. Fyrir einhverja galdra fékk hann ósk sína uppfyllta og upp frá því urðu hann og Ted alveg óaðskiljanlegir. Þegar þeir uxu báðir úr grasi kom hins vegar í ljós að Ted var ekki alveg sáttur við að vera bara úr bómul og svampi því innra með honum bærðust nákvæmlega sömu tilfinningar og langanir og hjá mennsku fólki og þótt honum þætti endalaust vænt um John þá vildi hann líka fá eitthvað meira ... sem var auðvitað ómögulegt því hann er bara tuskudýr. Eða hvað?... minna

Aðalleikarar

Seth MacFarlane er með kolsvartan húmor
Ted er grínmynd eins og þær gerast best. Meistarinn Seth MacFarlane sem er best þekktur fyrir Family Guy, hann kemur hérna með snilldar grínmynd sem er stútfull af kolsvörtum húmor eins og hann gerist bestur. Ted myndin er stundum fyrirsjáanleg en getur samt farið í allt aðra átt en maður heldur að hún sé að fara að gerast.

Þetta er hans Mark Wahlberg allra besta hlutverk hingað til. Hann var drulluflottur í The Departed, þar var hann algjör snillingur en svo kom hann aftur með eftirminninlegt hlutverk sem Micky Ward í myndinni The Fighter og svo núna hérna í Ted. Þessi þrjú hlutverk eru hans eftirminnilegustu hlutverkin hans Wahlberg. Hins vegar var mótleikkona hans Mila Kunis alveg svakalega góð. Hún hefur alltaf verið í mikklu uppáhaldi, sérstaklega eftir að maður sá Forgetting Sarah Marshall og svo auðvitað Black Swan, þar var hún stórfengleg. Svo er það auðvitað Seth MacFarlane sem talaði fyrir bangasan Ted, ef maður er búinn að fylgjast svoldið með Family Guy þáttunum þá veit maður alveg fyrir hverja Seth talar og þá heyrir maður auðvitað stundum röddina hjá Brian Griffin þarna svo líka Peter Griffin, mér fannst Seth taka svoldið Peter Griffin á Ted stundum aðallega hann en samt kom alveg móment þegar maður heyrði í Stewie.

Seth MacFarlane skapaði Family Guy með kolsvörtum húmor og við Íslendingar höfum verið þekktir fyrir þennan húmor, og svo kemur Seth með Ted og auðvitað með sama húmor og í Family Guy. Seth náði að gera þessar 106 mínútur algjöra brandarabúllu. Ég hef séð slatta af grímyndum og hef aldrei hlegið jafn oft og kröftulega eins og hérna. Hann nær að setja inn fullt af grófum og skemmtilegum bröndurum. Að sjálfsögðu gengur Seth oft og mörgum sinnum yfir strikið en hann nær að láta það í hvert skipti heppnast vel.

Ted er mjög vel skrifuð og líka vel vönduð. Allir sem voru að vinna á bakvið Ted eiga skilið mjög gott hrós. Sérstaklega þegar að Ted fylgir svoldið mjög mikið uppskriftinni reyndar einum of mikið. Maður veit svona nokkurn veginn hvað gerist næst og svona en Seth kallinn lætur það gerast og svo líka ennþá meira og ennþá meira sem sést ekki oft í bíómyndum.

Ted 8/10 Góð átta. Mætti ekki laga mikið en það er svoldið full mikið að setja á hana níu svo átta er réttara. Allir stóðu sig með prýði. Mæli endregið með þessari steypu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn