Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Contagion 2011

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. september 2011

Enginn er ónæmur - fyrir óttanum

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 70
/100

Lækna- og vísindasamfélagið vaknar upp við þann vonda draum að ný tegund af banvænni veiru fer eins og eldur í sinu um heiminn og deyðir flesta þá sem af henni sýkjast á aðeins nokkrum klukkustundum. Áður en læknar og rannsóknarfólk hefur tíma til að klæða sig í sloppana er talið að meira en milljón manns hafi veikst og þeim fjölgar hratt. Enginn veit... Lesa meira

Lækna- og vísindasamfélagið vaknar upp við þann vonda draum að ný tegund af banvænni veiru fer eins og eldur í sinu um heiminn og deyðir flesta þá sem af henni sýkjast á aðeins nokkrum klukkustundum. Áður en læknar og rannsóknarfólk hefur tíma til að klæða sig í sloppana er talið að meira en milljón manns hafi veikst og þeim fjölgar hratt. Enginn veit hvaðan þessi ófögnuður kemur eða hvernig veiran smitast á milli fólks og því síður hefur nokkur maður hugmynd um hvernig á að berjast gegn henni. Skyndilega hefur algjört neyðarástand skollið á í öllum heiminum. Ofan á ástandið bætist síðan að héðan í frá er enginn óhultur með öðru fólki því enginn veit hver ber veiruna með sér. Þessi ótti er jafnvel enn verri en veiran sjálf því hann snýr fólki hverju gegn öðru og býr til stríðsástand alls staðar þar sem fólk lifði áður í sátt og samlyndi. Er kannski komið að endalokum heimsins?... minna

Aðalleikarar

Fallega, ófríða fræga fólkið
Það er alveg sama hvað Steven Soderbergh gerir, það er alltaf þess virði að kíkja á. Fleiri leikstjórar mættu alveg prófa jafnmikið af fjölbreyttu hlutum og hann. Því miður hef get ég ekki sagt að allar myndirnar hans séu góðar, og satt að segja hef ég meira verið hrifinn af mainstream-myndunum hans (að hluta til vegna þess að þær eru oft eitthvað svo ó-mainstream á sama tíma, ef það skilst) heldur en þessar djúpu og listrænu. Þær reyna oft meira á sig og skilja mann eftir frekar kaldan. Soderbergh-myndir eiga það samt oft sameiginlegt að mínu mati að vera andlega fjarlægar.

Contagion er rosalega traust mynd; Vel skrifuð, grípandi á sumum stöðum, skuggaleg á öðrum en almennt raunsæ og athyglisverð. Hún er sennilega ein sterkasta mynd sem hefur verið gerð um veirufaraldur. Helsti gallinn við hana er aðallega sá að maður tengist persónum myndarinnar voða lítið og festist þar af leiðandi ekki jafnmikið inn í dramanu þegar sumir fá vírusinn. Svo gengur það oft og gerist í svona stjörnuprýddum "ensemble" myndum að sumir leikarar fá heilar persónuarkir á meðan aðrir fá bara hálfkláraða prófíla. Sá karakter sem nær best sambandi við áhorfandann er trúlega sá sem Fat… Matt Damon leikur.

Leikararnir eru allir til fyrirmyndar en það er ekki við öðru að búast vegna þess að Soderbergh hefur alltaf verið frábær á því sviði. Hlutverkin eru heldur ekki þessi hefðbundnu sem maður sér í mainstream-myndum og einnig er ljóst að leikararnir séu ekkert feimnir við það að vera örlítið ljótari á skjánum en venjulega. Fólk er oft ófarðað í nærmyndum og að sjúga upp í nefið með sjúskað hár. Síðan eru nokkrir aðeins "þykkari" en yfirleitt og Jude Law fær meira að segja ógeðslega framtönn af engri sérstakri ástæðu. Ég hætti ekki að stara á hana.

Tónlistin er hörkugóð, myndatakan flott og klipping og stíll kemur vel út, en það eru svosem kostir sem fylgja langflestum Soderbergh-myndum. Þeir sem þekkja ekki nafnið eru ábyggilega þeir sem fara ekki oft í bíó. Ef þú ert ein/n af þeim þá vonast ég innilega til þess að þú búist ekki við annarri Outbreak. Þin hin getið átt von á veiruútgáfunni af Traffic sem er bara aðeins styttri, breiðari og minna stílíseruð. Hún fær mann gjarnan einnig til að brjóta heilann yfir því hversu miklar skepnur við manneskjur erum inn við beinið þegar lífið er í húfi.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.04.2020

Vanmetinn veirutryllir; Warning Sign

Margir eru í stuði fyrir myndir sem innihalda veirur, einangrun og ótta í massavís þessa dagana. Myndir eins og „Contagion“ (2011) og „Outbreak“ (1995) fá mikla upprifjun og það er alltaf gott að sökkva sér í sk...

25.03.2020

Handritshöfundur Contagion tjáir sig: „Ekki spurning um hvort, heldur hvenær“

Á undanförnum mánuðum hefur spennutryllirinn Contagion frá 2011 vakið heilmikið umtal í ljósi útbreiðslu kórónuveirunnar og komið sér hratt á ófáa vinsældarlista. Margir hafa verið að kynna sér myndina, annaðhv...

12.03.2020

Ómissandi kvikmyndir um útbreiðslu vírusa: „Svona getur of mikið af bíómyndaglápi farið með mann“

„Það er nú þannig á þessum viðsjárverðu tímum, að eitthvað verður maður að hafa sér til dundurs. Ég er ein af þeim sem bíð í ofvæni eftir öllum fréttum sem berast af þessari COVID-19 veiru og er alv...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn