Náðu í appið
122
Bönnuð innan 6 ára

Grumpy Old Men 1993

The best of enemies until something came between them.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 65% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

John og Max eru eldri menn sem búa hlið við hlið. Þeir rífast öllum stundum og gera í því að móðga hvorn annan. Svona hefur þetta verið í 50 ár. Einn daginn flytur Ariel í götuna. Báðir mennirnir laðast að henni, og deilur þeirra færast upp á annað stig.

Aðalleikarar

Heimilislegur gullmoli
Grumpy Old Men er mynd sem er algjörlega til þess gerð að horfa á notalega kvöldi með fjölskyldunni eða í góðra vina hópi. Það getur eiginlega ekki verið slys að myndin sé svona heimilisleg því að myndatakan, búningarnir, leikmyndin og tónlistin er allt saman sniðið til að skapa huggulega stemningu.

Myndin segir frá nágrönnunum John og Max sem hafa búið hlið við hlið alla sína ævi. Þeir eru ekkert sérlega fyrir félagskaps hvors annars þó að samband þeirra sé ekki eins einfalt og það lítur út fyrir. Eiginkonur þeirra eru báðar látnar og stytta þeir sér stundir í einverunni með því að veiða og hrekkja hvorn annan eins og þeim einum er lagið. Ef menn vilja gerast spekingslegir og finna þemu í myndinni þá er vinátta stórt þema hérna sem tekur á sig skemmtilega mynd.

Þetta er ein af hinum 10 stórkostlegu Lemmon-Matthau myndum þar sem meistararnir Jack Lemmon og Walter Matthau fá að leika sér að hvor öðrum. Þeir voru komnir vel til ára sinna þegar myndin kom út árið 1993 en þá var Lemmon 68 ára og Matthau 73 ára. Það pínu erfitt að útskýra það en elli þeirra í myndinni magnar einhvern veginn hæfileika þeirra og er þetta uppáhaldsmyndin mín með þeim frá leikrænu sjónarhorni.

Lemmon fer með hlutverk hins sænska John Gustafson sem að virðist vera hinn rólegi í þessu haturssambandi þeirra félaga. Hann er samt þrælhrekkjóttur og breyttist fljótt í æstan krakka þegar tilefnið gefst. Gustafson er að missa húsið sitt sem að gefur persónunni þann eiginleika sem Lemmon þarf að túlka að út alla vitleysuna sem gerist í myndinni er John örvæntingarfullur þar sem vandamál hans eru farin að rista djúpt í hann. Þessi eiginleiki mátti ekki vera of stór því að þá hefði myndin tekið allt aðra stefnu en mér fannst mjög vel takast upp með jafnvægið hér. Lemmon á margar æðislega senur þegar að nýja nágrannakonan sem John og Max verða báðir hrifnir af fer allt í einu að gefa honum undir fótinn. Túlkunin er svo mannleg og áreynslulaus að hún er skólabókadæmi þar sem leikari verður að persónunni.

Walter Matthau fer með hlutverk fýlupokans Max Goldman sem virðist hreinlega nærast á leiðindasambandi félaganna. Goldman er þannig persóna að mjög auðvelt væri að fyrirlíta manninn þar sem hann er allt annað en sanngjarn og hefur maður það sterklega á tilfinningunni að öll vandamálin milli kallanna séu útaf Max. Matthau er hins vegar svo stórkostlegur í hlutverkinu að þrátt fyrir allt er ekki hægt annað en elska þetta fífl. Hlutverk Matthau í myndinni (eins og í flestum myndum þeirra félaga) er að vera sá fyndnari eða fíflalegri til að gefa myndinni þennan ekta grínmyndar stimpil. Þetta er það sem Matthau gerir best en engu að síður fáum við sjá fleiri hliðar á kappanum og er eitt atriði undir lok myndarinnar sem kom mér alveg í opna skjöldu. Leikur Matthau er svo einlægur í því atriði að tárin fóru að renna í straumum hjá mér og fæ ég alltaf einhverja æðislega tilfinningu við þessa stuttu gírskiptingu hjá honum.

Restin af leikhópnum nær einnig að undirstrika það sem mér finnst þessi mynd túlka og eru voðalega heimilisleg. Daryl Hannah og Kevin Pollak leika börn félaganna og gera lítið annað í myndinni en að vera pínu mannlega tengingin milli Max og John. En aftur þó að hlutverk þeirra séu ekki fyrirverðarmikil er það þess einfaldi mannlegi þáttur í persónunum sem hjálpa við að skapa stemningu. Þau hefðu mátt eiga aðeins fleiri senur saman í myndinni.
Burgess Meredith (sem var 86 ára þegar myndin kom út) leikur hinn dónalega og stórskemmtilega föður John og er alveg æðislegur og nýtur maður hverrar einustu senu með honum enda þarna gamanleikur í hæsta gæðaflokki. Mér finnst einstaklega skemmtilegt við þá persónu að það er sett fram ein ákveðin mynd af þessum karakter sem tekur svo mjög skemmtilegum breytingum í framhaldi myndarinnar Grumpier Old Men. Einnig má ég til með að nefna Ossie Davis sem fær lítið en mjög fallegt hlutverk sem eini sameiginlegi vinur félaganna. Hann fær ekki mörg atriði í myndinni en fær mjög skemmtilegan talsmáta sem að skín í gegn í atriðinu þar sem hann segir frá stefnumóti sínu með Ariel.

Að lokum kemur svo heimilislegasta persónan af öllum sem gerir myndina pínu að því sem hún er og er það Ann-Margret í hlutverki Ariel sem flytur í húsið á móti þeim félögum. Ef þessi persóna hefði verið öðruvísi skrifuð eða öðruvísi leikin hefði myndin verið allt önnur og alls ekki eins áhugaverð. Ariel er mjög undarleg persóna þar sem hún fer sínar eigin leiðir en hún er svo hlý og lífsglöð að hún gæti í rauninni gert hvað sem er og maður myndi samt dýrka hana. Ann-Margret smellpassar í hlutverkið það mikið að manni langar bara til kynnast persónunni og enn og aftur gleymir maður að þetta sé leikkona að leika hlutverk. Maður vill bara kynnast persónunni.

Ef maður ber þessa mynd saman við hinar Lemmon-Matthau myndirnar eru hún eiginlega pínu öðruvísi útaf þessum „heimilislega“ þætti. Leikstjóranum Donald Petrie, sem á sér voðalegt rómantískt gamanmynda-orðspor, tekst hér að taka mynd sem hefði mjög auðveldlega orðið ekta kjánaleg gamanmynd (sérstaklega með þessa tvo aðalleikara) en honum tókst að skapa í staðin einhverja mjög huggulega stemningu með kjánalegu ívafi. Ekki endilega væmna eða voðalega rómó heldur einfaldlega huggulega stemningu. Frá gamanmynda sjónarhorni mun The Odd Couple sennilega alltaf bera kyndilinn hjá þeim Lemmon og Matthau en sem heildarmynd þá finnst með Grumpy Old Men þeirra langbesta verk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir

Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn