Náðu í appið

Á blindflugi 1998

12 MÍNEnska

Veikgeðja stórreykingamaður ákveður dag einn að hætta að reykja þegar klukkan slær tólf á hádegi. Eftir áralanga baráttu við fíknina, finnur hann að nú verður ekki aftur snúið. Næstu klukkustundina á eftir þarf hann að takast á við endalausa áreitni og freistingar sem birtast honum þegar minnst varir. Fær hann staðist freistingar hinnar tælandi... Lesa meira

Veikgeðja stórreykingamaður ákveður dag einn að hætta að reykja þegar klukkan slær tólf á hádegi. Eftir áralanga baráttu við fíknina, finnur hann að nú verður ekki aftur snúið. Næstu klukkustundina á eftir þarf hann að takast á við endalausa áreitni og freistingar sem birtast honum þegar minnst varir. Fær hann staðist freistingar hinnar tælandi sígarettu? Valdi hann rétta daginn fyrir slíkt kvalræði?... minna

Aðalleikarar


Á Blindflugi kemur á óvart. Handritið er ferskt og skemmtilegt og myndinni vel leikstýrt. Myndin fjallar um ungan mann sem reynir að hætta að reykja og veit maður sjálfur hversu erfitt það er. Kvikmyndatakan fær stóran plús og þar að auki leikstjórn Gunnars. Þar sem myndin er tallaus minnir hún soldið á Mr. Bean en það er meint með góðan tilgang. Eini gallinn er hversu sannfærandi myndin er og hversu mikið manni langar í sígaréttu meðan hún stendur. Vel þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Á blindflugi er stórgóð stuttmynd. Fjallar hún um mann sem ákveður að hætta að reykja. Eini gallinn er sá að maðurinn er svo aðframkominn að hann getur ekki á heilum sér tekið og gerir allt hvað hann getur til þess að ná sér í sígarettu. En það reynist erfitt þegar maður er staurblankur. Handritið finnst mér mjög hnitmiðað og laust við óþarfa vífillengjur. Ég held að reykingafólki muni finnast hún alveg sprenghlægileg og munu örugglega einhverjir sjá sjálfan sig í þessum karakter. Mér finnst einnig mjög sniðug að hafa myndina þögla af því að hún verður ennþá fyndnari fyrir vikið. Hilmir Snær Guðnason er einnig óborganlegur í aðalhlutverkinu. Myndin er stutt en afar fyndin á meðan á henni stendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn