Justin Bieber: Never Say Never
Öllum leyfð
TónlistarmyndHeimildarmynd

Justin Bieber: Never Say Never 2011

Frumsýnd: 25. febrúar 2011

1.6 74,979 atkv.Rotten tomatoes einkunn 65% Critics 5/10
105 MÍN

Heimildarmyndin Justin Bieber: Never Say Never er þrívíddarmynd sem fylgir hinum sextán ára Justin Bieber, sem í dag er ein allra stærsta poppstjarna veraldar, bæði í sínu persónulega lífi og á tónleikaferðalagi sínu sem hann fór í um öll Bandaríkin árið 2010. Hinn sextán ára Justin Bieber hefur á rétt um tveimur árum orðið ein stærsta poppstjarna... Lesa meira

Heimildarmyndin Justin Bieber: Never Say Never er þrívíddarmynd sem fylgir hinum sextán ára Justin Bieber, sem í dag er ein allra stærsta poppstjarna veraldar, bæði í sínu persónulega lífi og á tónleikaferðalagi sínu sem hann fór í um öll Bandaríkin árið 2010. Hinn sextán ára Justin Bieber hefur á rétt um tveimur árum orðið ein stærsta poppstjarna í heimi, en í þessari mynd er honum fylgt eftir þar sem hann er að undirbúa tónleikaröð sem á að ná yfir þver og endilöng Bandaríkin, en þessir tónleikar eru engin smásmíði, eins og sést á þeim upptökum sem sýndar eru í myndinni. Aðdáendahópurinn er heldur ekki beint lítill og er hann umsetinn misbrjáluðum aðdáendum nánast hvert sem hann fer, sem gerir einkalífið all sérstakt. Fyrir utan plötuútgáfu og tónleika var Justin einnig fenginn til að syngja þemalag kvikmyndarinnar The Karate Kid og sjáum við hvernig það gekk fyrir sig, en hann og aðalleikari þeirrar myndar, Jaden Smith, eru góðir vinir. Inn í þessar upptökur er svo brugðið upp gömlum upptökum af Bieber þegar hann var enn yngri, sem þýðir að við kynnumst lífi hans allrækilega í Never Say Never.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn