Náðu í appið

L7: Hrafnar, Sóleyjar 2011

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. september 2011

100 MÍNÍslenska

Lára Sjöfn hlakkar ekki til sumarleyfisins, ekki eftir það sem gerðist í vetur. Helst langar hana til að loka sig af og gera sem minnst. Sú áætlun á þó eftir að breytast þegar Lára flækist óvænt inn í dularfulla og spennandi atburðarás. Allt byrjar það þegar Lára kynnist fyrir tilviljun hópi af stórskemmtilegu fólki sem býr í gömlu húsi við sjóinn.... Lesa meira

Lára Sjöfn hlakkar ekki til sumarleyfisins, ekki eftir það sem gerðist í vetur. Helst langar hana til að loka sig af og gera sem minnst. Sú áætlun á þó eftir að breytast þegar Lára flækist óvænt inn í dularfulla og spennandi atburðarás. Allt byrjar það þegar Lára kynnist fyrir tilviljun hópi af stórskemmtilegu fólki sem býr í gömlu húsi við sjóinn. Þegar Lára kemst að því að þessir nýju vinir hennar eiga í höggi við illa gefna smákrimma og slóttugan stjórnmálamann sem svífst einskis til að ná sínu fram opnast henni nýr heimur, fullur af ævintýrum. Lára ákveður að taka málin í sínar hendur og fyrr en varir þarf hún að setja sig í spor spæjara og leikara, brjóta lög og reglur og beita ráðsnilld til þess að bjarga fjölskyldu sinni og vinum frá illri ráðagerð óvinarins.... minna

Aðalleikarar

Hrafnar, sóleyjar og myrra
Ég var svo heppinn að sjá myndina Hrafnar, Sóleyjar og myrra um helgina síðustu – og hvílík skemmtun. Myndin hefur allt til að bera sem til þarf, alltsaman. Og hver er uppskriftin.
Það sveif léttleiki yfir vötnunum. Það var heilmikil saga. Það var bjartsýni og trú. Engin smámunasemi. Fullt af húmor. Spenna og hraði. Ró og friður. Reyndir og óreyndir, þekktir og óþekktir fínir leikarar. Skemmtileg myndataka, sjónarhorn og sviðsmyndir. Og flott leikstjórn.
Og útkoman er góð skemmtun og ekkert volæði. Hlý og indæl upplifun. Myndatakan skilar ótrúlegum sjónarhornum á skemmtilegan bæ og maður sér hlutina í nýju ljósi. Reynt er að fanga inn í núið sýn á lífið sem við höfum saknað ofurlítið undanfarin ár og endurvekja þrá eftir sakleysi og einfaldleika og því að njóta augnabliksins. Það að lifa í núinu, lifa á líðandi stundu, lifa núna er inntak myndarinnar og það gerir maður í bíóinu.
Skellið ykkur á myndina, takið með ykkur barnshjartað. Ég ætla aftur.
valdimar harðarson
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gott grín. Hvar er alvöru myndin?
Það er alltaf jafn spes að stíga út af kvikmynd sem er bæði ofboðslega fyndin og lætur manni einnig líða eins og einhver hafi slegið mann í fésið með símaskrá með reglulegu millibili í einn og hálfan tíma. Mér finnst reyndar sanngjarnt að reyna að sjá sem flestar myndir með hlutlausu hugarfari, og áður en ég settist niður til að berja augum á þessa mynd þá vonaðist ég eftir hinu besta en bjó mig undir það versta (sagan hljómaði ágætlega en trailerinn var hryllilegur).

Það síðasta sem ég átti þó von á var eitthvað sem myndi brjóta blað í sögu íslenskra kvikmynda, en í mínum augum er það einmitt það sem þessi mynd gerir. Mér leið eins og þegar ég sá fyrst Blossa, Stellu í framboði eða Heiðina, fyrir utan það að Hrafnar, sóleyjar og myrra er miklu, miklu fyndnari. Hún er það hlægilegasta sem ég hef séð koma frá okkar landsmönnum í asnalega langan tíma. Hún er svar Íslands við The Room, nema hún er ekki eins skemmtileg.

Tilraun til þess að gera mynd sem er aðallega ætluð börnum og fjölskyldum hefur misheppnast sárlega og í staðinn varð úr þessari framleiðslu sundurtætt þvæla lítur út eins og hún hafi verið skrifuð af sjö ára barni, skotin af manneskju með sjónskaða, klippt af einstaklingi sem hefur verið að læra á Windows Movie Maker í fyrsta sinn og leikstýrð af einhverjum sem kann ekkert á senuuppbyggingu eða tilfinningalegan þunga. Hver einasta (ég ýtreka: HVER EINASTA) sena fellur alveg gjörsamlega flöt og sumar eru svo vandræðalega meðhöndlaðar að ég gat ómögulega haldið aftur hlátrinum. Svo sat ég þögull sem gröfin yfir þeim atriðum sem reyndu að vera fyndin. Ég held að ég hafi brotnað tvisvar, þökk sé Hannesar Óla. Hann er sá eini í stórum leikarahóp sem kemur ekki svo illa út þótt hann sleppi ekki alveg frá nokkrum pínlegum mómentum.

Ég hef sjaldan séð jafn klunnalega samsetta sögu sem er sögð á íslensku, og þessi mynd lætur Sveppamyndirnar líta út eins og Toy Story-þríleikurinn í samanburði. Samskipti persónanna skipta manni engu vegna þess að leikstjórarnir, sem eru einnig höfundar bókarinnar, vita ekkert hvað snýr upp eða niður. Þar að auki er leikurinn ósannfærandi að öllu leyti og keypti ég aldrei atriði sem áttu að vera fyndin, heillandi, dramatísk eða spennandi.

Hinir ótrúlegustu hlutir gerðust líka oft í sögunni án nokkurra útskýringa og þegar myndin vissi ekkert hvert átti að stefna þá reddar hún sér bara með því að búa til plott-tvista sem eru asnalegir og ódýrir. Það eða atriði sem nákvæmlega ekkert vit var í (hvað var málið með lögregluna sem handtók alltaf alla út af engu?!?). Ég hef reyndar ekki lesið samnefndu bókina, þannig að ég veit ekkert hvort myndin fylgir henni vel eða ekki. Ég skynja samt að það hafi verið athyglisverð saga inni í þessu öllu, en það er ekki séns að hún hefði komist þokkalega til skila með metnaðarleysi af þessu kalíberi. Eða kunnáttuleysi öllu heldur.

Það er alls ekki hægt að taka það nógu skýrt fram hvað kvikmyndatakan og klippingin er mikil móðgun á augun. Bluescreen-skot og tæknibrellur strá einnig smá salti í sárið en ekkert jafnmikið og "listrænu" stílbrögðin sem komu alltaf upp úr þurru og gerðu senurnar bara vandræðalegri á alla vegu. Ég skil heldur ekki hvernig leikstjórarnir gátu samþykkt hljóðsetninguna. Tónlistin er alveg heimskulega lágstillt á þeim stöðum þar sem hún ætti að vera hærri, og svo að auki eru flestöll döbbin skelfilega áberandi.

Í alvöru talað samt! Er Tommy Wiseau með einhvern kvikmyndaskóla sem ég er ekki var við? Vinnubrögð þessarar myndar eru eitthvað sem myndu gera þennan mann afskaplega stoltan. Hver þarf svosem tilfinningaríka sögu þegar maður getur hlegið eins og villtur hestur á öllum vitlausu stöðunum?

Hrafnar, sóleyjar og myrra er hreinræktað, íslenskt sorp sem á að vera virt viðlits, bara til þess að þú sjáir hversu óendanlega hallærisleg hún er. Hún er sko ekki að fara að hverfa úr minninu mínu á næstunni og bara það að hugsa til hennar lætur mig hlæja.

2/10

PS. Ég fatta aldrei þær myndir sem birta titilinn á skjánum tvisvar sinnum áður en myndin byrjar. Lítur út eins og villa í klippingunni sem stafar af kæruleysi aðstandenda.

PPS. Af hverju kom það aldrei fram hvað titillinn þýðir??

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.06.2020

Týndu íslensku kvikmyndirnar - Hefur þú séð þær?

Ólíkt því sem margir halda, þá gerist það annað slagið að kvikmyndir hverfa nánast af yfirborði jarðar. Íslenskar kvikmyndir hafa til dæmis því miður ekki allar ratað á stafrænt form. Í þeim flokki eru misfrægar b...

01.10.2011

Gagnrýni: L7 og Abduction

Kvikmyndir.is er oftast fyrstur fjölmiðla til að birta dóma um glænýjar myndir (að minnsta kosti er það reynt með bestu getu) og að þessu sinni er verið að tilkynna umfjallanir um tvær af fjórum frumsýndum myndum helgarinn...

22.09.2011

Ný stikla: Hrafnar, Sóleyjar og Myrra

Ný stikla fyrir íslensku fjölskyldumyndina L7: Hrafnar, Sóleyjar og Myrra er komin á netið. Myndin fjallar um Láru, 13 ára stelpu sem missti nýlega föður sinn í bílslysi, og dregst í sorg sinni inn í dularfulla atburðarás þar sem hún ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn