Náðu í appið
Öllum leyfð

Didda og dauði kötturinn 2003

Frumsýnd: 8. febrúar 2003

90 MÍNÍslenska

Didda er níu ára gömul stelpa sem býr í gamla bænum í Keflavík. Hún er gleraugnaglámur og lestrarhestur og finnst fátt skemmtilegra en að sitja uppi í risi í húsinu sínu og lesa góða bók eða fylgjast með nágrönnum sínum og velta fyrir sér hvað þeir eru að sýsla. Einn daginn leiða njósnirnar hana fram af skúrþaki þannig að hún dettur ofan í lýsistunnu.... Lesa meira

Didda er níu ára gömul stelpa sem býr í gamla bænum í Keflavík. Hún er gleraugnaglámur og lestrarhestur og finnst fátt skemmtilegra en að sitja uppi í risi í húsinu sínu og lesa góða bók eða fylgjast með nágrönnum sínum og velta fyrir sér hvað þeir eru að sýsla. Einn daginn leiða njósnirnar hana fram af skúrþaki þannig að hún dettur ofan í lýsistunnu. Skömmu síðar áttar hún sig á því að hún þarf ekki lengur að nota gleraugun. Og að hún er jafnvel farin að sjá betur en allir aðrir, en sá hæfileiki kemur í góðar þarfir þegar Didda fer að eltast við glæpamenn sem hafa rænt hrekkjusvíninu bróður hennar og vini hans. Í söguna blandast afturgenginn köttur, ægifögur en undirförul sjoppukona, ruglaður rithöfundur, pabbi sem er lögga, mamma sem er blaðamaður og margir, margir fleiri. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd fjallar um stelpu sem heitir Didda.Hún dettur í lýsistunnu og fær svo góða sjón að hún getur séð í gegnum veggi! Kári, bróðir Diddu týnist og auðvitað bjargar Didda málunum!!

Þetta er frábær, spennandi og skemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Didda og dauði kötturinn er mjög góð saga og kemur mjög vel út á hvítatjaldinu. Myndin fjallar um Diddu sem dettur út í lýsistunnu og fær súpersjón. Þessa gáfu notar hún til að finna stórabróður sinn og til að leysa glæpamál. Þetta e topp mynd sem allar fjölskildur ættu að fara á saman.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn