Náðu í appið
Öllum leyfð

Oliver and Company 1988

The first Disney movie with attitude.

74 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 53% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Týndur og einmana kettlingur hittir hóp af hundum, sem stundar gripdeildir í New York borg. Myndin er innblásin af sögu Charles Dickens um Oliver Twist.

Aðalleikarar

Frekar slappt meh
Eftir að ég horfði á Oliver & Co. í fyrsta sinn síðan ég var yngri uppgötvaði ég tvennt við hana. Í fyrsta lagi er þessi mynd mjög auðgleymanleg, þar sem það eina sem ég man eftir úr henni voru titilkarakterinn og tveir hundar. Hitt er að þessi mynd passar engan veginn við þetta tímabil hjá Disney. Jafnvel þótt fyrri myndirnar hafi farið upp og niður í sambandi við söguþráð og karaktera, þá höfðu þær allar dökkt andrúmsloft og útlit, alvarlegan söguþráð (að hluta til) og mjög óhugnaleg illmenni (björnin úr Fox and the Hound, Horned King úr Black Cauldron og Ratigan úr Great Mouse Detective). Þessi mynd hefur ekki neitt af þessu, þrátt fyrir að útlitið getur stöku sinnum verið dökkt, allavega í lokahluta myndarinnar. Þessi gallar hefðu ekki verið alvarlegir hefði myndin verið góð, en ég get ekki einu sinni sagt það.

Þetta er fyrsta myndin frá þessum áratugi sem hafði nokkur lög sem karakterar sungu (Great Mouse Detective hafði eitt og það var alltaf einhver sem var ekki karakter í Fox and the Hound sem söng lögin) en fyrir mér er einungis eitt gott lag í myndinni, kaldhæðnislega það lag sem sker sig mest úr öllum lögunum. Hin lögin hafa elst hræðilega, allt of mikill New York/80's fílingur í þeim og eru þar að auki mjög gleymd.

Karakterarnir eru mjög misjafnir. Sumir ná að vera fínir (og koma stöku sinnum með góðar línur) en aðrir gera ekkert í myndinni. Fyrir utan Dodger og Tito (sem er áreiðalega mest stereóstýpíski karakter í Disney-mynd síðan indiánarnir í Peter Pan) gera hundarnir sem Oliver er með nær ekkert í myndinni, þrátt fyrir að Francis sé langbesti hundurinn. Mér finnst líka ótrúlegt að hundarnir og Oliver náðu að koma með þvingað drama (þegar Oliver segir að stelpan sem hafði byrjað að sjá um hann var góð við hann) Illmennið, Sykes, olli mér líka vonbrigðum. Hann er auðvitað illur, en maður sér lítið af honum og hann endar á að vera aðeins of over the top. Ég gat engan veginn tekið hann alvarlega þegar hann fór að keyra bílnum sínum á lestarteinum.

En til að koma með einhverja kosti við þessa mynd þá líkaði mér vel við Oliver (kannski er ástæðan sú að ég er rosalega mikill kattamanneskja) sem segir sitt þar sem hann er aðalkarakterinn. Fyrstu mínúturnar voru líka góðar enda byrjaði ég fljótlega að finna fyrir því sem kom fyrir Oliver (eitthvað sem ég gerði ekki við eiganda hundanna í myndinni, Fagin). En því miður er restin af myndinni ekki nærri því eins góð. Auðveldlega gleymd lög, karakterar sem hitta misvel í mark, hreyfimyndagerð sem er ekki eins gott og fyrri myndirnar og söguþráður sem er ekki það áhugaverður.

5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn