Rio
2011
Frumsýnd: 15. apríl 2011
The bird who never learned to fly will discover a place he can soar.
96 MÍNEnska
72% Critics
71% Audience
63
/100 Teiknimyndin Rio segir frá bláa páfagauknum Blu, en hann býr ásamt eiganda sínum í bókabúð í smábænum Moose Lake í Minnesota í Bandaríkjunum. Hann hefur aldrei lært að fljúga en hefur hlotið ástríkt uppeldi hjá Lindu, eiganda bókabúðarinnar. Þegar Linda kemst að því að ekki aðeins eru bláir gaukar af þeirri tegund sem Blu er afar fágætir, heldur... Lesa meira
Teiknimyndin Rio segir frá bláa páfagauknum Blu, en hann býr ásamt eiganda sínum í bókabúð í smábænum Moose Lake í Minnesota í Bandaríkjunum. Hann hefur aldrei lært að fljúga en hefur hlotið ástríkt uppeldi hjá Lindu, eiganda bókabúðarinnar. Þegar Linda kemst að því að ekki aðeins eru bláir gaukar af þeirri tegund sem Blu er afar fágætir, heldur einnig að annar fugl af sömu tegund hafi fundist í Rio de Janeiro í Brasilíu leggja Linda og Blu í langt ferðalag til Suður-Ameríku, þar sem það á að para hann saman við hinn fuglinn, sem heitir Jewel. Jewel reynist afar falleg og heillast Blu umsvifalaust af henni, en hrifningin
er ekki gagnkvæm, sem gerir samband þeirra afar stirt. Þegar Jewel ákveður svo að flýja vandast málin, því hún og Blu eru fest saman með keðju, auk þess sem Blu er ófleygur. Því eru góð ráð dýr þegar veiðiþjófar ná svo í skottið, eða öllu heldur stélið á þeim...... minna