Náðu í appið
Öllum leyfð

Rio 2011

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 15. apríl 2011

The bird who never learned to fly will discover a place he can soar.

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
Rotten tomatoes einkunn 71% Audience
The Movies database einkunn 63
/100

Teiknimyndin Rio segir frá bláa páfagauknum Blu, en hann býr ásamt eiganda sínum í bókabúð í smábænum Moose Lake í Minnesota í Bandaríkjunum. Hann hefur aldrei lært að fljúga en hefur hlotið ástríkt uppeldi hjá Lindu, eiganda bókabúðarinnar. Þegar Linda kemst að því að ekki aðeins eru bláir gaukar af þeirri tegund sem Blu er afar fágætir, heldur... Lesa meira

Teiknimyndin Rio segir frá bláa páfagauknum Blu, en hann býr ásamt eiganda sínum í bókabúð í smábænum Moose Lake í Minnesota í Bandaríkjunum. Hann hefur aldrei lært að fljúga en hefur hlotið ástríkt uppeldi hjá Lindu, eiganda bókabúðarinnar. Þegar Linda kemst að því að ekki aðeins eru bláir gaukar af þeirri tegund sem Blu er afar fágætir, heldur einnig að annar fugl af sömu tegund hafi fundist í Rio de Janeiro í Brasilíu leggja Linda og Blu í langt ferðalag til Suður-Ameríku, þar sem það á að para hann saman við hinn fuglinn, sem heitir Jewel. Jewel reynist afar falleg og heillast Blu umsvifalaust af henni, en hrifningin er ekki gagnkvæm, sem gerir samband þeirra afar stirt. Þegar Jewel ákveður svo að flýja vandast málin, því hún og Blu eru fest saman með keðju, auk þess sem Blu er ófleygur. Því eru góð ráð dýr þegar veiðiþjófar ná svo í skottið, eða öllu heldur stélið á þeim...... minna

Aðalleikarar

Frekar góð, en hefðbundin
Rio er nýjasta mynd Carlos Saldanha sem hafði áður gert allar þrjár Ice Age myndirnar. Ég hef reyndar aðeins séð fyrstu myndina sem ég hafði mjög gaman af. Hún var fyndin, hafði minnuga karaktera, og hafði ágætlega stórt hjarta. Ég hef aldrei haft fyrir því að sjá hinar tvær en hef heyrt að þær séu verri en sú fyrsta. Og að mínu mati er Rio næstum því jafn góð og Ice Age.

Rio er talsvert hefðbundnari heldur en Ice Age, en mest allt annað var nógu gott við hana. Helsti kostur myndarinnar er útlitið, en hún er án efa með flottustu tölvuteiknimyndum sem ég hef séð. Einungis nýjustu Pixar-myndirnar og How To Train Your Dragon get ég sagt að séu flottari. Útlitið í Rio er ótrúlega flott, sérstaklega borgin sjálf. Saldanha ólst upp þar og það sést vel hversu mikið hann elskar borgina. Sem betur fer er útlitsklámið ekki of mikið svo það fari að vera pirrandi. Myndin er líka mjög litrík yfir heildina.

Húmorinn er oft frekar góður, sérstaklega sá sem einkennist af einhverju líkamslegu (slapstick) þó það hefði mátt vera meiri fullorðinshúmor. Ég mundi giska að börn eigi eftir að skemmta sér betur yfir henni heldur en þeir eldri. Myndin hefur líka þrjú lög, og á meðan þau eru skemmtileg með flottu útliti, þá er lítill tilgangur með þeim. Þar að auki finnst mér einkennilegt þegar mynd hefur ekki fleiri en þrjú lög.

Raddleikurinn er mjög góður og gerir talsvert fyrir karakterana, og flestir af þeim eru frekar minnugir. Jesse Eisenberg er sérstaklega góður, og aldrei hefði ég búist við því að hann gæti verið góður raddleikari. Anne Hathaway er líka góð, þótt mér fannst karakterinn ekkert sérstakur. Aðrir leikarar eru góðir, sama og karakterarnir þeirra, sérstaklega fuglarnir Pedro og Nico (talaðir af Will.i.am og Jamie Foxx).

Ég stórefast um að Rio eigi eftir að verða besta teiknimynd ársins. En hún er flott, vel raddleikin og oftast ágætlega fyndin.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.09.2023

Fólk með sterkar taugar hvatt til að sjá

Nýjasta kvikmynd íslenska leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Norðlæg þægindi eða á ensku Northern Comfort, fær þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum í gagnrýni í Morgunblaðinu í dag. Gagnrýnandinn, Jóna Gréta Hilmarsdóttir, lýs...

28.08.2023

Topp 10 hrollvekjur Erlings Óttars Thoroddsen leikstjóra Kulda

Kvikmyndir.is bað hrollvekjuleikstjórann Erling Óttar Thoroddsen sem sendir frá sér myndina Kulda nú í vikunni, að taka saman lista yfir uppáhalds hrollvekjurnar sínar. A Nightmare on Elm Street [movie id=897] Ég á...

23.08.2023

Barbie fram úr Villibráð - söluhæsta kvikmynd ársins

Kvikmyndin Barbie með þeim Margot Robbie og Ryan Gosling í aðalhlutverkum hefur farið sigurför um heim allan. Hún varð nýverið söluhæsta kvikmynd ársins hérlendis. Frá frumsýningu Barbie þann 20. júlí hefur hún n...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn