Aðalleikarar
Leikstjórn
Frekar góð, en hefðbundin
Rio er nýjasta mynd Carlos Saldanha sem hafði áður gert allar þrjár Ice Age myndirnar. Ég hef reyndar aðeins séð fyrstu myndina sem ég hafði mjög gaman af. Hún var fyndin, hafði minnuga karaktera, og hafði ágætlega stórt hjarta. Ég hef aldrei haft fyrir því að sjá hinar tvær en hef heyrt að þær séu verri en sú fyrsta. Og að mínu mati er Rio næstum því jafn góð og Ice Age.
Rio er talsvert hefðbundnari heldur en Ice Age, en mest allt annað var nógu gott við hana. Helsti kostur myndarinnar er útlitið, en hún er án efa með flottustu tölvuteiknimyndum sem ég hef séð. Einungis nýjustu Pixar-myndirnar og How To Train Your Dragon get ég sagt að séu flottari. Útlitið í Rio er ótrúlega flott, sérstaklega borgin sjálf. Saldanha ólst upp þar og það sést vel hversu mikið hann elskar borgina. Sem betur fer er útlitsklámið ekki of mikið svo það fari að vera pirrandi. Myndin er líka mjög litrík yfir heildina.
Húmorinn er oft frekar góður, sérstaklega sá sem einkennist af einhverju líkamslegu (slapstick) þó það hefði mátt vera meiri fullorðinshúmor. Ég mundi giska að börn eigi eftir að skemmta sér betur yfir henni heldur en þeir eldri. Myndin hefur líka þrjú lög, og á meðan þau eru skemmtileg með flottu útliti, þá er lítill tilgangur með þeim. Þar að auki finnst mér einkennilegt þegar mynd hefur ekki fleiri en þrjú lög.
Raddleikurinn er mjög góður og gerir talsvert fyrir karakterana, og flestir af þeim eru frekar minnugir. Jesse Eisenberg er sérstaklega góður, og aldrei hefði ég búist við því að hann gæti verið góður raddleikari. Anne Hathaway er líka góð, þótt mér fannst karakterinn ekkert sérstakur. Aðrir leikarar eru góðir, sama og karakterarnir þeirra, sérstaklega fuglarnir Pedro og Nico (talaðir af Will.i.am og Jamie Foxx).
Ég stórefast um að Rio eigi eftir að verða besta teiknimynd ársins. En hún er flott, vel raddleikin og oftast ágætlega fyndin.
7/10
Rio er nýjasta mynd Carlos Saldanha sem hafði áður gert allar þrjár Ice Age myndirnar. Ég hef reyndar aðeins séð fyrstu myndina sem ég hafði mjög gaman af. Hún var fyndin, hafði minnuga karaktera, og hafði ágætlega stórt hjarta. Ég hef aldrei haft fyrir því að sjá hinar tvær en hef heyrt að þær séu verri en sú fyrsta. Og að mínu mati er Rio næstum því jafn góð og Ice Age.
Rio er talsvert hefðbundnari heldur en Ice Age, en mest allt annað var nógu gott við hana. Helsti kostur myndarinnar er útlitið, en hún er án efa með flottustu tölvuteiknimyndum sem ég hef séð. Einungis nýjustu Pixar-myndirnar og How To Train Your Dragon get ég sagt að séu flottari. Útlitið í Rio er ótrúlega flott, sérstaklega borgin sjálf. Saldanha ólst upp þar og það sést vel hversu mikið hann elskar borgina. Sem betur fer er útlitsklámið ekki of mikið svo það fari að vera pirrandi. Myndin er líka mjög litrík yfir heildina.
Húmorinn er oft frekar góður, sérstaklega sá sem einkennist af einhverju líkamslegu (slapstick) þó það hefði mátt vera meiri fullorðinshúmor. Ég mundi giska að börn eigi eftir að skemmta sér betur yfir henni heldur en þeir eldri. Myndin hefur líka þrjú lög, og á meðan þau eru skemmtileg með flottu útliti, þá er lítill tilgangur með þeim. Þar að auki finnst mér einkennilegt þegar mynd hefur ekki fleiri en þrjú lög.
Raddleikurinn er mjög góður og gerir talsvert fyrir karakterana, og flestir af þeim eru frekar minnugir. Jesse Eisenberg er sérstaklega góður, og aldrei hefði ég búist við því að hann gæti verið góður raddleikari. Anne Hathaway er líka góð, þótt mér fannst karakterinn ekkert sérstakur. Aðrir leikarar eru góðir, sama og karakterarnir þeirra, sérstaklega fuglarnir Pedro og Nico (talaðir af Will.i.am og Jamie Foxx).
Ég stórefast um að Rio eigi eftir að verða besta teiknimynd ársins. En hún er flott, vel raddleikin og oftast ágætlega fyndin.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Carlos Saldanha, Sam Harper, Todd R. Jones, Earl Richey Jones
Framleiðandi
20th Century Fox
Kostaði
$90.000.000
Tekjur
$484.635.760
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
15. apríl 2011
Útgefin:
13. október 2011
Bluray:
13. október 2011