Náðu í appið
Öllum leyfð

Letters to Juliet 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 28. júlí 2010

What if you had a second chance to find true love?

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 43% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

Bandarísk stúlka í fríi á Ítalíu finnur bréf til Júlíu, sem ekki hefur verið svarað, en bréfið er eitt af þúsundum slíkra bréfa sem skilið hefur verið eftir við heimili skáldsagnarpersónunnar Júlíu úr Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare, í Verona á Ítalíu. Bréfunum er vanalega svarað af "riturum" Júlíu, en stúlkan ákveður að leita uppi elskendurna... Lesa meira

Bandarísk stúlka í fríi á Ítalíu finnur bréf til Júlíu, sem ekki hefur verið svarað, en bréfið er eitt af þúsundum slíkra bréfa sem skilið hefur verið eftir við heimili skáldsagnarpersónunnar Júlíu úr Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare, í Verona á Ítalíu. Bréfunum er vanalega svarað af "riturum" Júlíu, en stúlkan ákveður að leita uppi elskendurna sem skrifað er um í bréfinu. ... minna

Aðalleikarar

Hugljúf og sæt ástarsaga
Letters to Juliet er bara ágætis ,,týpísk" rómantísk gamanmynd. Hún er greinilega markaðsett fyrir kvenkynið og nær ágætlega til síns markaðshóp.

Hún fjallar um Sophie sem fer til Verona á Ítalíu þar sem Júlía úr sögunni Rómeó og Júlía átti að hafa búið, þar finnur hún bréf stílað til Júlíu sem er 50 ára gamalt og ákveður hún að svara því. Þá koma til hennar eigandi bréfsins, sjötug bresk kona Claire og sonarsonur hennar Charlie. Þau fara ásamt Sophie í leit af gömlum kærasta Claire, Lorenzo. Þar í ferðinni kynnast þau öll mjög vel og Sophie fer að átta sig betur á því hvar ástarlíf hennar og ferill liggur.

Þessi mynd er mjög sæt, það er svona orðið yfir hana. Þetta er ágætlega skemmtilegur söguþráður og fær myndin mann alveg til að hlæja reglulega. Vanessa Redgrave, sú sem leikur Claire er mjög góð leikkona og stendur sig mjög í hlutverki sínu. Helsti galli myndarinnar er að söguþráðurinn er mjög hefðbundin, leikurinn bara allt í lagi og er myndin aðeins of löng í endan.

Þetta er samt algjör mynd til að fara á með mömmum, systrum eða vinkonum og njóta Ítalíu og rómantíkur í tvo tíma. Maður getur skemmt sér mjög vel yfir henni. Ef þú hins vegar fílar hasarmyndir eða spennu thrillera þá geturðu alveg gleymt þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn