Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Friday 1995

Fannst ekki á veitum á Íslandi

a lot can go down between thursday and saturday...

91 MÍNEnska
Tilnefnd til þriggja MTV verðlauna, Chris Tucker sem besta frumraun og besti gamanleikur, og aðalleikararnir tveir sem besta tvíeyki.

Craig og Smokey eru tveir gaurar í Los Angeles sem hanga úti á verönd einn föstudagseftirmiðdag, og reykja og drekka og leita sér að einhverju að gera. Samskipti við nágranna og aðra vini yfir þennan eina dag og nóttina á eftir, og fíflalæti þeirra eru meginefni þessarar myndar.

Aðalleikarar


Þessi var blast from the past. Friday er eðal 90´ grínmynd sem hefur elst bara nokkuð vel. Plottið er reyndar þynnra en elstu boxer nærjurnar mínar en það er ekki aðalmálið. Myndin fylgir Ice Cube og Chris Tucker eftir einn föstudag þar sem þeir hafa ekkert að gera. Þeir sitja meira og minna út og palli og tala við fólk sem kemur við. Það er eiginlega allur söguþráðurinn. Myndin er samt mjög fyndin. Tucker lætur alla sína takta vaða. Stundum finnst mér hann pirrandi (The Fifth Element) en hér er bara old school góður. Ice Cube er bara la la leikari en þarf svo sem ekki að gera mikið í þessari mynd. Inn á milli eru frábærir aukaleikarar eins og Bernie Mac og John Witherspoon sem leikur pabba Cube.

Tónlistin er full af klassík frá Funkdoobiest, Dr. Dre, Cypress Hill og Tha Alkaholiks svo eitthvað sé nefnt. Ice Cube er samt í raun kominn yfir hápunkt tónlistarferilsins, búinn með NWA og sóló plötur eins og Amerikkka´s Most Wanted og Death Certificate.

Það er gaman að sjá “hood” myndir frá þessum tíma sem eru ekki drama. Mér leið eins og ég væri að heimsækja gamlan vin þegar ég horfði á þessa. Ef þið þekkið hann, kíkið í heimsókn ;-)

"Puff puff, give. Puff puff, give. You fuckin' up the rotation."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nokkuð skemmtileg ræma, þó ég sé ekki sammála halelújaræðunum hér að ofan, enda smekkur manna mismunandi og er það vel.

Tucker á myndina hinvegar skuldlausa með öllu og er stórkemmtilegu sem grasreykingamaðurinn Smokey sem virðist vera búinn að margfalt grilla í sér heilann með gríðarlegri hampneyslu.

Mæli með þessari, en forðist framhaldið, það er sorp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Friday fjallar um þá félaga Craig og Smokey og hvernig þessi föstudagur verður fyrir þá. Þeir félagar lenda í allskonar rugli á þessum föstudegi, eins og það verður skotið á þá, Craig lendir í slag við mesta hörkutólið í hverfinu Deebo, Debbie reddar ömurlegasta date fyrir Smokey sem að var spikfeit og fullt af öðru rugli. Þetta er besta mynd Chris Tuckers og Ice Cubes hingað til. Ekki sjá framhaldið, það er ömurlegt. Hefði Smokey verið í framhaldinu þá hefði hún kannski orðið aðeins betri. En þessi er perfect. 100% 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er þvílík snilld að það er ekki hægt að lýsa því og hef ég séð hana þó nokkrum sinnum. En ekki láta blekkjast af framhaldinu sem er annars ekki gott en þessi mynd er frábær og maður hlær endalaust af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er þvílík snilld að það er ekki hægt að lýsa því og hef ég séð hana þó nokkrum sinnum. En ekki láta blekkjast af framhaldinu sem er annars ekki gott en þessi mynd er frábær og maður hlær endalaust af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn