„Kæra Hollywood, ég hef undanfarið verið að kvarta yfir kvikmyndatökunni í hasarmynda bransanum hjá ykkur. Kvikmyndatakan er einfaldlega of hröð og alltof hrisst, eins og Micheal Bay sé að leikstýra hverri einustu mynd á markaðnum. Ég vil þakka ykkur fyrir að hafa tekið kvartanir mínar til skoðunar, en þegar ég segi að þær séu alltof hraðar þá meina ég alls ekki að ég vilji að 70% af allri myndinni sé í slow-motion! Þó að kvikmyndatakan hafi verið alveg fáranlega flott, og nýtti þrívíddina í botn, þá var hvert einasta hasar atriði í slow-motion. Alice að taka upp byssurnar sínar – slow-motion, Alice að skjóta – slow-motion, Alice að labba niður stiga – slow-motion! Ég viðurkenni það alveg að slow-motion atriðin (500) hafi verið alveg rosalega flott þökk sé alveg rosalegum tæknibrellum, en ég meina er ekki aðeins of mikið að taka upp heilt atriði í slow-motion. Viljið þið líka vinsamlegast sleppa því að ráða leikara sem getur ekki leikið fyrir 5 aura til að leika aðal óvininn. Kærar þakkir, Sigurjón“
Resident Evil : Afterlife tekur upp söguþráðinn þar sem fyrri myndin endar. Alice er með brjálaða ofurkrafta og er ennþá að reyna taka niður The Umbrella Corp. Alice missir kraftana sína og fer þá í leit að Claire, K-Mart og þeim hinum sem fóru til Arcadia, Alaska í leit að öryggi. Er hún kemur á staðinn sér hún að hvorki dautt né lifandi sé á staðnum, en rekst hinsvegar á gamlan vin. Leið þeirra liggur til Los Angeles þar sem þau hitta hóp af eftirlifendum. Saman hjálpast þau að við að halda lífi og reyna taka niður Umbrella. – Eins og ég sagði þá er þetta framhald af hinum myndunum þrem, sem ég hef ekki séð. Þó að ég sé ekki búinn að sjá þær þá fannst mér ekkert vanta, allt sem þarf að vita er útskýrt í byrjun myndarinnar og útskýrt frekar vel. Myndin er alls ekki lengi að byrja og dettur strax í brjáluð hasar atriði. Söguþráðurinn er voðalega einfaldur, en samt fullur af plot holum sem auðveldlega hefði verið hægt að fylla með nokkrum línum, t.d. „hvað gerðist við þig?“. Karakterarnir sjálfir eru ágætlega skrifaðir og fær Andersen plús fyrir að hafa slepp því að fylla myndina af 100% stereótýpum (*hóst*Predators*hóst*).
Kvikmyndatakan og tæknibrellurnar vinna saman til að skapa mjög fallega mynd. Ég er sáttur með að hafa séð hvað væri að gerast í myndinni í stað þess að vita ekki hver var að lemja hvern. Hinsvegar þá eins og ég nefndi fyrr er slow-motion brellan ofnotuð í botn. Ég er ekki að grínast með að ákveðið atriði í myndinni var í slow motion ALLAN tímann, ekki ein einasta pása. Þrívíddin hinsvegar er rosalega flott og var það engin lygi þegar þeir sögðust hafa tekið myndina upp í „Cameron þrívídd“, hvað sem það þýðir. Avatar heldur samt titlinum sem flottasta þrívíddar mynd, þökk sé því að hún er tölvugerð. Resident Evil fær hinsvegar titilinn „flottasta þrívíddar mynd 2010 (hingað til)“, já hún nær að bæta Despicable Me sem var alveg rosalega flott. Nú býð ég bara spenntur eftir því að sjá lokakaflann af Saw í þrívídd, þar sem þeir eru búnir að vera hype-a hana upp í botn. Allt þetta tæknilega dót heppnaðist þá alveg furðulega vel, klipping, kvikmyndataka, tæknibrellur og þrívídd. Ég hefði ekkert á móti því að vita hvað þessi mynd kostaði, sú upphæð er líklegast rugl há! Tónlistin í myndinni er líka alveg rosalega flott.
Leikararnir eru misjafnir. Sumir eru hræðilegir, sumir eru fínir og sumir eru góðir. Þessi sem lék vonda kallinn er alveg hreint hræðilegur. Mig grunar að hann sé með plagöt af Arnold Schwarzenegger uppá vegg þar sem frammistaða hans minnir alveg óeðlilega mikið á einhvern sem langar að leika Terminator, en kann bara ekki að leika. Milla Jovocich snýr aftur sem Alice í fjórða skiptið og er alveg ótrúlegt hversu hörð þessi kona er. Það liggur við að það væri hægt að henda henni inn í Expandebles gengið. Hún yrði þá allavega hálfur maður, sem myndi þá fylla hinn helminginn á móti Jet Li. Uppvakningarnir sýndu nánast engan tilgang nema taka á móti heitum blýkúlum, þar sem þeir náðu varla að skaða neinn. Hinsvegar þá er einn uppvakningur sem stendur upp úr. Hann kemur upp úr þurru og gerir allt brjálað með þessu 500 kílóa vopni sínu. Hann á án efa flottasta bardaga atriðið í myndinni, og þau eru mörg mjög flott.
Resident Evil : Afterlife kemur verulega á óvart sem mynd byggð á tölvuleik og gæti bara mögulega verið að hún sé sú besta. Hún er ekki að henda inn asnalegum hlutum frá tölvuleiknum til að gera aðdáendur ánægða heldur gefur sínar tilvitnanir sem bara fólk sem kannast við leikinn á eftir að fatta. Í heildina litið þá er hún fín sem hasarmynd en fellur algjörlega sem hryllingsmynd, þó að ég held að hún sé bara ekkert að reyna taka sig of alvarlega á því sviði. Anderson hefði samt sem áður mátt slaka aðeins á með slow-motionið (já, til að svara spurningunni þinni, það er meira slow-motion en í 300) en það er samt sem áður alveg ótrúlega svalt á tímapunktum.
Einkunn : 6 – MJÖG sterk sexa, hefði án efa orðið sjöa ef það hefði ekki verið svona mikið af slow-motion.
PS. Reynið að horfa á myndina án þess að syngja þetta lag innan í ykkur í hvert sinn sem tónlistin í myndinni byrjar. http://www.youtube.com/watch?v=g1tRU1fsU_Y
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei