Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Mrs. Doubtfire 1993

She makes dinner. She does windows. She reads bedtime stories. She's a blessing... in disguise.

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 53
/100
Vann Óskarsverðlaun fyrir förðun. Robin Williams fékk American Comedy Awards. Fékk Golden Globe sem besta gamanmynd, og Robin Williams fyrir bestan leik.

Daniel Hillard er atvinnulaus leikari sem er til í að gera hvað sem er til að vera með börnum sínum. En það sem börnin hans dá mest í fari hans er hið kærulausa viðhorf hans til lífsins, en það er einmitt það sem kemur í veg fyrir að hann sé hin sanna föðurímynd sem eiginkona hans krefst af honum. Eftir fjórtán ára hjónaband fer hún því fram á skilnað... Lesa meira

Daniel Hillard er atvinnulaus leikari sem er til í að gera hvað sem er til að vera með börnum sínum. En það sem börnin hans dá mest í fari hans er hið kærulausa viðhorf hans til lífsins, en það er einmitt það sem kemur í veg fyrir að hann sé hin sanna föðurímynd sem eiginkona hans krefst af honum. Eftir fjórtán ára hjónaband fer hún því fram á skilnað og yfirráðarétt yfir börnum þeirra. Hann er hins vegar alls ekki sáttur við að leika rullu helgarpabba og með smá hugmyndaflugi, frumkvæði og snert af leiklistarhæfileikum skiptir Daniel um ham til þess að geta verið sem mest með börnum sínum.... minna

Aðalleikarar


Pure snilld. Robin Williams er alveg ótrúlega fyndinn í hlutverki Mrs. Doubtfire. Með bestu gamanmyndahlutverkum sem hann hefur leikið í. Leikstjórn Chris Columbus er einnig mjög góð, og tel ég þessa eina af betri myndum hans sem hann hefur gert. Hún er virkilega fyndin, ljúf mynd og góð skemmtun sem allir ættu að vera búnir að sjá. Fær fullt hús í einkunn hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á myndina með systur minni. Okkur báðum fannst myndin mjög skemmtileg. Robin Williams passaði mjög vel í hlutverkið sitt. Þessi mynd er fyndin ,skemmtileg og sæt. Stundum drap maður sig hreinlega úr hlátri. Hún er um mann sem skilur við konu sína og eiga þau þrjú börn saman. Hann fær að hitta þau aðra hverja helgi og er það alls ekki nóg fyrir hann þannig að hann dulbýr sig sem gamla konu til þess að geta verið barnfóstra krakkana:) Hún er allavega þess virði að þið kíkið á hana!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fyndinn mynd,jájá. Góð mynd,svona ágæt,meistaraverk, nei. Robin Willams leikur ágætlega í þessari mynd þrátt fyrir að þetta er ekki besta mynd hans er nú þessi bara létt grín fyrir suma enn aðrir munu hata hana. Hún er leikstýrt af Chris Colombus sem ég veit ekki hver er. Myndinn fjallar um það Robin Willliams leikur mann sem er nýbúinn að skilja við konu sína og vill sjá börnin sín oftar. Hann fær bróðir sinn til að úbúa sig með konu dulkerfi og þykist vera pössunapía hjá krökkunum. Þetta er alveg ágætis grínmynd enn getur verið stundum hallarisleg. Pierce Brosnan og Sally Field að leika Saman sem elskendur! komon konan er fertug enn kallin miklu yngri enn hún. Robin Williams leikru ágætlega í þessari ágætu mynd. Lokaorð mín á þessa er að þetta er ágætis grínmynd. Góða skemmtun
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fín mynd um mannin Daniel Hillard (Robin Williams) sem fer í gegnum skilnað við eiginkonuna sína Miranda Hillard (Sally Field). Hann biður bróður sinn um að klæða hann upp sem sextuga konu til að hann gæti leikið fóstru barnanna sinna. Frábær fjölskyldumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hægt að horfa á hana aftur og aftur. Snilld, Robin Williams er frábær. Ef að þú (lesandi góður) ert ekki búin(n) að sjá þessa mynd þá er best fyrir þig að taka þessa mynd núna. Já núna. Nei ekki eftir smá stund heldur núna. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn