Aðalleikarar
Leikstjórn
Sýnið forveranum virðingu og FORÐIST þessa!
Eins kaldhæðnislegt og það er að segja það þá átti The Descent: Part 2 ALDREI að líta dagsins ljós. Tilvist hennar er ekki aðeins móðgandi í mínum augum (og sérstaklega hvernig hún eyðileggur endi fyrri myndarinnar) heldur er hún bara gjörsamlega laus við allt það sem gerði sú fyrri þess virði að horfa á. Sú mynd hafði a.m.k. góðan strúktúr, úthugsaða spennuuppbyggingu og var stanslaust óþægileg – og ég meina það á mjög jákvæðan hátt. Persónusköpunin, eða skortur á slíkri nánar til tekið, var það helsta sem dró hana niður en það kom samt ekki í veg fyrir upplifunina. Endirinn stóð líka mikið upp úr, og þá á ég að sjálfsögðu við um alvöru endinn, ekki þennan ógeðfellda Disney-endi sem fylgdi amerísku útgáfunni.
Fyrsta mínusstigið sem þessi framhaldsmynd fékk hjá mér var að vera gerð. Það er svosem ekkert óalgengt fyrir góðar hrollvekjur að geta af sér framhöld sem sjúga feitt, en þessi mynd er alveg einstakt tilfelli því hún gerir nákvæmlega ekkert sem við sáum ekki áður og gert tuttugu sinnum betur. Ímyndið ykkur allan seinni hlutann á nr. 1 og teygið hann yfir í heila kvikmynd. Skiptið svo út Neil Marshall fyrir einhvern vanhæfan leikstjóra sem myndi ekki þekkja góða og metnaðarlausa bíómynd í sundur og þá eruð þið komin með The Descent: Part 2. Síðan bætast enn fleiri ókostir við; Persónurnar eru mun leiðinlegri og – ótrúlegt en satt – þurrari en í fyrri myndinni, spennan svo handónýt og flæðið slappt. Svona myndir eiga að vanda sig með uppbyggingu svo áhorfandinn festist við sætisbrúnina en þessi hendir öllu "góða stöffinu" framan í okkur alltof snemma. Lélegt.
Meira að segja skepnurnar eru einhverra hluta vegna meira óspennandi í þessari umferð. Neil Marshall fór sparlega með að sýna þær og kunni í alvörunni að hræða mann með þeim, en núna líður mér eins og ég sé að horfa á þroskaheftu bræður Gollums úr Lord of the Rings-myndunum, og það eina sem þeir eru látnir gera er að öskra framan í kameru til að áhorfendur kippist til.
Ég hef oft sagt það áður: Það er munur á því að bregða fólki milljón sinnum og hræða úr þeim líftóruna. Sumir hrollvekjuleikstjórar virðast aldrei ætla að fatta þetta. En ég nenni ekki að eyða fleiri orðum í þessa fóstureyðingu. Hún fær eitt prik fyrir sæmilegt útlit og tvær vel subbulegar senur. Ekkert meira en það.
2/10
Eins kaldhæðnislegt og það er að segja það þá átti The Descent: Part 2 ALDREI að líta dagsins ljós. Tilvist hennar er ekki aðeins móðgandi í mínum augum (og sérstaklega hvernig hún eyðileggur endi fyrri myndarinnar) heldur er hún bara gjörsamlega laus við allt það sem gerði sú fyrri þess virði að horfa á. Sú mynd hafði a.m.k. góðan strúktúr, úthugsaða spennuuppbyggingu og var stanslaust óþægileg – og ég meina það á mjög jákvæðan hátt. Persónusköpunin, eða skortur á slíkri nánar til tekið, var það helsta sem dró hana niður en það kom samt ekki í veg fyrir upplifunina. Endirinn stóð líka mikið upp úr, og þá á ég að sjálfsögðu við um alvöru endinn, ekki þennan ógeðfellda Disney-endi sem fylgdi amerísku útgáfunni.
Fyrsta mínusstigið sem þessi framhaldsmynd fékk hjá mér var að vera gerð. Það er svosem ekkert óalgengt fyrir góðar hrollvekjur að geta af sér framhöld sem sjúga feitt, en þessi mynd er alveg einstakt tilfelli því hún gerir nákvæmlega ekkert sem við sáum ekki áður og gert tuttugu sinnum betur. Ímyndið ykkur allan seinni hlutann á nr. 1 og teygið hann yfir í heila kvikmynd. Skiptið svo út Neil Marshall fyrir einhvern vanhæfan leikstjóra sem myndi ekki þekkja góða og metnaðarlausa bíómynd í sundur og þá eruð þið komin með The Descent: Part 2. Síðan bætast enn fleiri ókostir við; Persónurnar eru mun leiðinlegri og – ótrúlegt en satt – þurrari en í fyrri myndinni, spennan svo handónýt og flæðið slappt. Svona myndir eiga að vanda sig með uppbyggingu svo áhorfandinn festist við sætisbrúnina en þessi hendir öllu "góða stöffinu" framan í okkur alltof snemma. Lélegt.
Meira að segja skepnurnar eru einhverra hluta vegna meira óspennandi í þessari umferð. Neil Marshall fór sparlega með að sýna þær og kunni í alvörunni að hræða mann með þeim, en núna líður mér eins og ég sé að horfa á þroskaheftu bræður Gollums úr Lord of the Rings-myndunum, og það eina sem þeir eru látnir gera er að öskra framan í kameru til að áhorfendur kippist til.
Ég hef oft sagt það áður: Það er munur á því að bregða fólki milljón sinnum og hræða úr þeim líftóruna. Sumir hrollvekjuleikstjórar virðast aldrei ætla að fatta þetta. En ég nenni ekki að eyða fleiri orðum í þessa fóstureyðingu. Hún fær eitt prik fyrir sæmilegt útlit og tvær vel subbulegar senur. Ekkert meira en það.
2/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
James Watkins, J Blakeson, James McCarthy
Framleiðandi
Celador Films
Kostaði
$12.000
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Útgefin:
10. júní 2010