The Blues Brothers er frábær klassísk mynd úr smiðju hins efnilega leikstjóra John Landis(tékkið líka á An American Werewolf in London) og kynnur okkur fyrir Bræðrunum Elwood(Dan Aykroyd) og Jake(John Belushi) sem, ásamt hljómsveit sinni afla peninga til styrktar munaðarleysingjahælisins síns gamla með tónleikum. Áður en þeir vita af eru þeir komnir með á hælunum kántrýhljómsveit, nasistahóp og Illinois lögregluna eins og hún leggur sig. Myndin þróast vel og stefnir út í endi sem veldur engum vonbrigðum og leyfir okkur að heyra Blúsbræðurna taka lagið Jailhouse Rock og gera það ódauðlegt. Húmorinn virkar á flestum sviðum og er það að öllu leyti Aykroyd og Belushi að þakka. Tveir flippaðir guttar sem þeir leika og hefur hvorugur þeirra verið betri. Einnig er gaman að sjá John Candy, Carrie Fisher og Twiggy í aukahlutverkum. Nokkrir soul og blúsarar(Cab Calloway, Ray Charles o.f.l.) koma við sögu en það hefur aðallega verið gert til að gefa myndinni réttan anda. Ekki alveg hæsta einkunn frá mér en kemst samt nokkuð nálægt því. Mjög góð mynd sem allir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei