Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Blues Brothers 1980

The Most Dangerous Combination Since Nitro and Glycerine.

133 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 60
/100

Eftir að Jake Blues sleppur úr fangelsi, þá fara hann og bróðir hans Elwood að heimsækja "The Penguin", nunnu sem ól þá upp í heimavistarskóla. Þeir komast að því að erkibiskpusdæmið ætlar að hætta að styrkja skólann og ætla að selja menntayfirvöldum húsnæðið. Eina leiðin til að halda skólanum opnum er ef borguð verður 5.000 dala skattaskuld... Lesa meira

Eftir að Jake Blues sleppur úr fangelsi, þá fara hann og bróðir hans Elwood að heimsækja "The Penguin", nunnu sem ól þá upp í heimavistarskóla. Þeir komast að því að erkibiskpusdæmið ætlar að hætta að styrkja skólann og ætla að selja menntayfirvöldum húsnæðið. Eina leiðin til að halda skólanum opnum er ef borguð verður 5.000 dala skattaskuld innan 11 daga. Blues bræðurnir þurfa hjálp, og ákveða að setja aftur saman blús bandið sitt, og safna peningum með því að halda stóra tónleika. Þeir halda nú af stað í "sendiför á guðs vegum" en eignast óvini á leiðinni, og spurningin vaknar hvort þeim tekst ætlunarverk sitt.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


The Blues Brothers er frábær klassísk mynd úr smiðju hins efnilega leikstjóra John Landis(tékkið líka á An American Werewolf in London) og kynnur okkur fyrir Bræðrunum Elwood(Dan Aykroyd) og Jake(John Belushi) sem, ásamt hljómsveit sinni afla peninga til styrktar munaðarleysingjahælisins síns gamla með tónleikum. Áður en þeir vita af eru þeir komnir með á hælunum kántrýhljómsveit, nasistahóp og Illinois lögregluna eins og hún leggur sig. Myndin þróast vel og stefnir út í endi sem veldur engum vonbrigðum og leyfir okkur að heyra Blúsbræðurna taka lagið Jailhouse Rock og gera það ódauðlegt. Húmorinn virkar á flestum sviðum og er það að öllu leyti Aykroyd og Belushi að þakka. Tveir flippaðir guttar sem þeir leika og hefur hvorugur þeirra verið betri. Einnig er gaman að sjá John Candy, Carrie Fisher og Twiggy í aukahlutverkum. Nokkrir soul og blúsarar(Cab Calloway, Ray Charles o.f.l.) koma við sögu en það hefur aðallega verið gert til að gefa myndinni réttan anda. Ekki alveg hæsta einkunn frá mér en kemst samt nokkuð nálægt því. Mjög góð mynd sem allir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er svo sannarlega steikt mynd.

Myndin fjallar um bræðurnar Jake (John Belushi) og Elwood (Dan Aykroyd.) Jake kemst úr fanglesi eftir þrjú ár og kemst að því að kaþólska munaðarleysingjahælið sem bræðurnir ólust upp á á að eyðileggja. Þeir fara þá on a mission from god að safna saman gömlu hljómsveitinni sinni og ætla með þeim að vinna sér inn 5.000 dali til að bjarga hælinu.

Þetta er óttalega sniðug mynd verð ég að segja og góð mest allann tíman en nær ekki að verða neitt meistaraverk fyrr en í endann. Ó, já endirinn er án efa eitt besta, skemmtilegasta og fyndansta atriði kvikmyndasögunar.

Endilega kíkið á þessa mynd ef þið kunnið að meta almennilegt rugl og svartan húmor. Hit it.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Einhver fyndnasta mynd aldarinnar með þeim góð kunnugu Blues Brothers. Myndin heldur sínu fyndna og fáranlega fyndna striki báða tvo klukkutímana en eru nokkur atriði klisjuleg og ekki svona skiljanleg. Myndin hefur fyndnasta og besta endi í kvikmyndasögunni. HORFIÐ Á ÞESSA.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tja..þessi mynd er stakasta snilld eiginlega og mun betri en sú seinni. Húmorinn er svartur og góður, tónlistin er náttúrulega algjör snilld og svo er einn af stærri hrúgum af löggubílum sem sést hefur á hvíta tjaldinu... Það koma svo margir algjörir gullmolar í myndinni að mar hlær að henni í hvert einasta skipti. En ef mar á að fíla þessa mynd þá þarf maður ekkert endilega að fíla Blúsinn, því að Bræðurnir eru svo miklir töffarar að maður gleymir sér stundum. Algjör gullmoli!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.06.2015

Uppáhaldskvikmyndir Breta

The Shawshank Redemption er uppáhaldskvikmynd Breta, samkvæmt nýrri könnun YouGov. Í niðurstöðum YouGov kemur reyndar fram að Star War hafi verið efst á lista þegar svör karlmanna voru tekin saman en Dirty Dancing var efst á li...

29.10.2013

Hirsch verður John Belushi

Emile Hirsch, leikarinn sem lék annað aðalhlutverkið í endurgerð íslensku myndarinnar Á annan veg, hefur verið ráðinn til að leika hlutverk gamanleikarans John Belsuhi, í ævisögulegri mynd sem Steve Conrad ætlar að g...

11.08.2013

Topp 50 gestahlutverk leikstjóra í myndum annarra

Gestaleikur ( cameo ) leikstjóra í eigin bíómyndum, er eitthvað sem flestir kvikmyndaáhugamenn hafa gaman af. Alfred Hitchcock var frægur fyrir sín gestahlutverk í eigin myndum, en margir kannast við að hafa séð Marti...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn