Náðu í appið
Cemetery Junction
Öllum leyfð

Cemetery Junction 2010

(The Man from the Pru)

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 56% Critics
The Movies database einkunn 7
/10

Cemetery Junction gerist árið 1973 í Reading í Englandi. Segir hún frá þremur ungum vinum sem eyða mestum tíma sínum í það að drekka, slást og eltast við stelpur. Freddie (Christian Cooke) er ekki sáttur við eigin stað í lífinu og vill komast upp úr verkamannastéttarharkinu, á meðan hinn svali og sjarmerandi Bruce (Tom Hughes) og hinn léttmisheppnaði Snork... Lesa meira

Cemetery Junction gerist árið 1973 í Reading í Englandi. Segir hún frá þremur ungum vinum sem eyða mestum tíma sínum í það að drekka, slást og eltast við stelpur. Freddie (Christian Cooke) er ekki sáttur við eigin stað í lífinu og vill komast upp úr verkamannastéttarharkinu, á meðan hinn svali og sjarmerandi Bruce (Tom Hughes) og hinn léttmisheppnaði Snork (Jack Doolan) eru hamingjusamir með lífið nákvæmlega eins og það er og vilja helst engu breyta. Þegar Freddie fær svo skyndilega nýja vinnu með framtíðarmöguleika, sem farandsölumaður, og rekst þar að auki á gömlu kærustuna úr skóla, hina fallegu Julie (Felicity Jones), neyðast vinirnir til að horfast í augu við að velja á milli núverandi lífs og einhvers sem gæti breytt þeim og vináttu þeirra að eilífu.... minna

Aðalleikarar

Gagnrýni (1)

Vel gert Gervais!
Þegar ég leigði þessi bíómynd var ég að búast við "Ricky Gervais og Stephen Merchant að reyna að gera gamanmynd sem væri líka drama en kæmi bara OK út."
En til lukku var svo ekki.
Ég hefði nú átt að vita betur að Ricky&Merchant liðið er andskoti gott lið enda hafa þeir skrifað mikið af úrvals gamanhandritum. En myndi þeim takast að gera góða gamanmynd sem myndi líka innihalda drama?
Svarið er Já.
Flesta aðalleikara í þessari bíómynd hef ég ekki séð oft en þeir færðu fram þessa karaktera mjög vel og var leikurinn frábær
HInsvegar var að hafa Ralp Fiennes og Emily Watson frábært og það mætti búast við að þau léku vel.
Það sem mér fannst best við fyndnu samtölin var hvað allir fóru með þá eðlilega eins og ekkert væri fyndið við samtölin. Þegar samt er verið að horfa á þessi mynd verður maður að vera meðvitaður um að þetta er líka drama mynd, og sumir hlutir eiga bara ekkert að vera fyndnir.
Karakterarnir í myndinni eru allir mjög vel þróaðir og það geta allir tengst þeim á einn eða annan hátt.
Þetta er semsagt vel útpæld mynd, með sterkum karakterum og gott jafnvægi milli húmors og drama.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn