Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Synecdoche, New York 2008

Justwatch
124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
The Movies database einkunn 67
/100

Einmana leikskáld setur sér það markmið að semja stærsta og flóknasta leikrit allra tíma, með sviðsmyndum sem eru á stærðir við alvöru húsalengjur New York-borgar.

Aðalleikarar

Piff!
Ef það er eitthvað sem pirrar mig við þessa mynd þá er það þrennt: 1. Charlie Kaufman skrifaði og gerði lélega mynd. 2. Þessi mynd er hundleiðinleg (skrítið á miða við Kaufman) og 3. Þarf ekki mikið til þess að gleyma henni (líka skrítið á miða við Kaufman).

Ég er var fyrir vonbrigðum, var of skrítin og grútleiðinleg. Handritið var dautt og þreytt, eins og það var ekki að nenna neinu. Grunnhugmyndin er ekkert svo slæm, en það er farið svo illa með hana með hundleiðinlegum persónum og lélegum handritskrifum.

Leikararnir stóðu sig samt vel þótt að persónurnar vóru dauðar og leiðinlegar. Philip Seymour Hoffman er náttúrulega snillingur og á erfitt með því að leika illa. Svo má líka nefna það að myndin stefnulaus í drasl, stundum veit ég ekki hvað ég er að horfa á. Stíllinn á myndinni og útlitið er allt annað, það er mjög flott og sjitt raunverulegt.

Synecdoche, New York mun ekki bregðast hardcore-artífíkla, en fyrir þá sem dýrka og dá hausinn á honum Charlie Kaufman munu kannski verða fyrir vonbrigðum, ég varð það allavegana. Bara til þess að hafa þetta hreint þá hata ég ekki myndina, varð bara svekktur. Flott útlit, góðar tökur, en hundleiðinlegt og stefnulaust handrit með drepleiðinlegum persónum.

4/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sniðug hugmynd verður að leiðinlegum gjörningi
Það er mjög sárt að þurfa að segja eitthvað slæmt um Charlie Kaufman. Ég hef hingað til, á einn hátt eða annan, fílað allt sem hann hefur komið nálægt, fyrir utan þessa mynd, þar sem hann setur á sig leikstjórahúfuna í fyrsta sinn. Það er eins og hann hafi nýtt sér orðspor sitt sem einhver frumlegasti og einkennilegasti hugmyndasmiður undanfarins áratugs og ákveðið að sleppa sér algjörlega lausum með einhverri leiðinlegustu art-mynda þvælu sem ég hef séð í dágóðan tíma, og ég tel mig hafa séð þær margar.

Synecdoche (borið fram Sih-Nek-Doh-Kee), New York býður upp á ótrúlega ferska sögu sem kveikir alveg áhuga manns á nokkrum stöðum. Fáeinar senur í myndinni eru jafnvel gargandi snilld. Afgangurinn er bræðingur af góðu, slæmu og freðnu. Mér finnst ekkert að því að myndin sé skrítin, því yfirleitt tek ég ákaflega vel í nýjungar. Þessi mynd virkar samt allan tímann eins og hún sé að berjast fyrir því að vera furðuleg, með senum sem augljóslega þýða eitthvað, en eru svo tilgerðarlegar og óáhugaverðar að maður tímir ekki að kryfja meiningu þeirra. Ég hef oft heyrt talað um stílrúnk, en "art-rúnk?" Það er greinilega nýtt, og Kaufman hefur út alla framleiðsluna verið að reykja eitthvað sterkt.

Þessi brenglaða saga hefði kannski getað gengið upp hefði hún boðið upp á athyglisverðar persónur, en það gerir hún alls ekki. Helstu aukapersónur myndarinnar eru flatar, líflausar og einhliða. Eina ástæðan af hverju maður þekkir þær í sundur er vegna þess að þekktir leikarar fylla upp í hlutverkin. Síðan er aðalkarakterinn, leikinn af hinum ávallt æðislega Philip Seymour Hoffman, allra verstur. Kaufman gerir það að vana að láta myndirnar sínar fjalla um áberandi gallaða einstaklinga sem eru fyrst og fremst mannlegir, en hér gengur hann fulllangt. Hoffman leikur gaur sem er svo sorglegur og óviðkunnanlegur að maður veit aldrei hvort að maður eigi að hata hann eða vorkenna honum. Engu að síður er ávallt niðurdrepandi að umgangast hann, og að fylgjast með ævi hans er eins og að sitja við hliðina á illa lyktandi, bitrum manni í flugvél sem svæfir mann úr leiðindum með ómerkilegum lífssögum.

Það er smá vottur af kvikindislegum húmor út alla myndina sem heldur manni eitthvað vakandi. Svo skal ég alveg skella nokkrum plúsum á myndina fyrir að vera ófyrirsjáanleg mest allan tímann. Sterkasti kostur hennar er þó hvað hún er hrikalega vel leikin. Hoffman, eins óáhugaverð og persóna hans var, brillerar gjörsamlega og leggur heilmikið á sig út alla myndina í krefjandi aðalhlutverki. Heilt bílhlass af góðum leikkonum á borð við Samantha Morton, Emily Watson, Hope Davis, Michelle Williams, Jennifer Jason Leigh og Diane Wiest bragðbætir myndina tvímælalaust og standa þær sig allar mjög vel. Eina leikkonan sem ég fílaði ekkert svakalega var einmitt leikkona sem mér hefur oft þótt furðulega einhæf, og það er Catherine Keener. Það er annars fyndið hversu marga leikara er hér að finna, og þá í mynd þar sem fullt á að vera að gerast, en samt er hún svo viðburðarlítil.

Rétt eins og "leikritið" sjálft í sögunni, þá snertir myndin áhugaverðar hugmyndir sem að lokum verða að engu. Þessi undarlegi gjörningur Kaufmans vill augljóslega vera umdeildur og ég efa ekki að hann sé það. Það er erfitt að hata mynd sem er svo metnaðarfull, sérstæð og vel leikin. En innihaldslega er þetta einhver óþægilegasta saga sem ég hef sitið yfir lengi. Ég fann ekki einu sinni fyrir áhrifum hennar og var skítsama um allt og alla í henni. Hún reynir líka að segja manni ýmislegt djúpt, en ég hef engan áhuga að pæla í skilaboðunum þar sem ég var aldrei neitt gripinn til að byrja með. Ég brýt bara heilann yfir myndum sem mér líkar við. Þessi krefst þess greinilega að þú þurfir að sjá hana a.m.k. tvisvar en ég vil ómögulega leggja það á mig að umgangast þessar persónur aftur.

Synecdoche, New York er forvitnileg mynd sem sannar það sem margir kvikmyndaáhugamenn hafa oft rifist um: Listamyndir geta alveg verið álíka mikið bull og formúlubundnar Hollywood-myndir.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.03.2021

Heillaðist ungur af Halastjörnu í Múmínlandi

Leikarinn og grínistinn Vilhelm Þór Neto hefur haft nóg við að vera upp á síðkastið og verið á margra vörum. Eftir að hafa stolið senunni í síðasta Áramótaskaupi leið ekki á löngu þar til hann hélt áfram að gleðja...

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

23.08.2016

100 bestu myndir 21. aldarinnar

Ný könnun ríkisútvarpssins breska BBC, leiðir í ljós að besta mynd aldarinnar sem við lifum nú á, þeirrar 21., er Mulholland Drive frá árinu 2002 eftir David Lynch. Þó einungis séu liðin 16% af öldinni, þá streyma...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn