Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Last House on the Left 1972

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. maí 2013

It rests on 13 acres of earth over the very center of hell...!

84 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 65% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Að kvöldi sautján ára afmælis síns segir Mari Collingwood foreldrum sínum að hún ætli að fara á tónleika neðanjarðarhljómsveitarinnar Bloodlust í New York með vinkonu sinni Phyllis Stone. Hún fær bíl foreldranna lánaðan og keyrir inn í hættulegt hverfi í borginni þar sem tónleikarnir eru haldnir. Á sama tíma hafa grimmir fangar með kvalalosta sloppið... Lesa meira

Að kvöldi sautján ára afmælis síns segir Mari Collingwood foreldrum sínum að hún ætli að fara á tónleika neðanjarðarhljómsveitarinnar Bloodlust í New York með vinkonu sinni Phyllis Stone. Hún fær bíl foreldranna lánaðan og keyrir inn í hættulegt hverfi í borginni þar sem tónleikarnir eru haldnir. Á sama tíma hafa grimmir fangar með kvalalosta sloppið úr fangelsi, þeir Krug Stillo og Fred "Weasel" Podowski, og fela sig þar nálægt með félögum sínum þeim Sadie og syni Krug, dópistanum Junior Stillo, eftir að hafa drepið tvo verði og einn annan. Stúlkurnar tvær ætla að ná sér í maríjúana nálægt tónleikastaðnum og hitta Junior sem býður þeim gras til sölu. Þær fara með honum í íbúð hans og þar bíða glæpamennirnir eftir þeim og nauðga Phyllis og yfirbuga Mari. Daginn eftir þá taka þeir stelpurnar og fela þær í skottinu á bílnum þeirra og ætla til Kanada. Þeir lenda í vandræðum með bílinn á leiðinni og stöðva hann á veginum nálægt heimili Mari. Þegar Phyllis reynir að sleppa frá þeim, þá stingur gengið hana til dauða og skýtur Mari eftir að hafa niðurlægt þær báðar og nauðgað. Glæpamennirnir leita óafvitandi skjóls á heimili Mari en um nóttina þá heyrir móðir Mari á samtal glæpamannanna sem tala um að þeir hafi drepið dóttur hennar. Hún segir eiginmanni sínum frá þessu og saman búa þau til áætlun um að hefna litlu prinsessunnar sinnar. ... minna

Aðalleikarar


Þar sem það er komin endurgerð af þessari þá fannst mér tími til kominn að sjá hana. Þetta er fyrsta mynd Wes Craven og tvímælalaust sú alræmdasta. Myndin er að mörgu leiti ógeðfelld og ógeðsleg en inn í það er fléttað léttri sveitatónlist og silly gríni. Ég myndi ekkert mæla sérstaklega með því að fólk horfi á þessa mynd en hún hefur sínar góðu hliðar. Það er ágætis spenna á köflum og endirinn er skemmtilegur. Það er líka fjölbreytt úrval vopna beitt eins og hnífum, vélsög, byssu og ja tönnum.

Spoiler - Myndin fjallar um þrjá hættulega strokufanga sem ræna tveimur saklausum unglingsstelpum og fara mjög illa með þær. Á endandum eru þær drepnar rétt hjá heimili annarrar. Fangarnir fara í heim til hennar og þykjast vera ferðalangar. Þegar foreldrarnir komast svo að hinu rétta ákveða þau að hefna all rosalega fyrir dauða dóttur sinnar.

Fyrir þá sem hafa gaman af hryllingsmyndum almennt er þetta áhugaverð mynd. Hún hefur greinilega haft mikil áhrif á aðar myndir og markar upphaf ferils mikilvægs leikstjóra. Þetta plakat er líka frumlegt en algjört bull. Húsið í myndinni er bara venjulegt hús þar sem friðsælt fólk býr. Ég var ekki alveg að skilja það.

"All that blood and violence. I thought you were supposed to be the love generation."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn