Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Fyndið hvernig það koma stundum tvær myndir um sama efni út sama árið og svo ekki önnur árum saman. Dæmi um þetta fyrirbæri eru Armageddon/Deep Impact, The Prestige/The Illusionist og Primeval/Rogue. Sem betur fer segi ég af því að Rogue er 150 sinnum betri en Primeval. Þetta er gott dæmi um hvernig á og hvernig á ekki að gera skrímslamynd. Primeval var ekki spennandi og hreinlega leiðinleg. Rogue er andstæðan.
Rogue gerist í Ástralíu og er eftir leikstjórann og gerði hina frábæru Wolf Creek. Myndin fylgir hóp af túristum í krókódílaskoðun á bát. Þeir sjá neyðarblys, rannsaka málið og fara óvart inn á yfirráðasvæði RISA krókódíls. Þessi mynd byggir upp spennu á réttan hátt og heldur manni það sem eftir er. Krókódíllinn er sannfærandi og ógnvekjandi. Snilldar mynd og akkúrat það sem ég var að vonast eftir. Fucking A!